Komin í samband við umheiminn.

Jæja, við fengum netið aftur í samband á föstudaginn, svo það tók ekki eins langan tíma og það hefði getað tekið.

Annars er bara allt gott af okkur að frétta.  Farið að hlýna úti og blóm farin að vaxa.  Við vorum í göngutúr, öll fjölskyldan.  Okkur tókst með harmkvælum að draga krakkana með og tókum alveg klukkutíma göngu.  Reyndar settumst við inn á grillhúsið hérna uppfrá og fengum okkur að borða og bjór, auðvitað :).  En sko það er ekki inn í þessum klukkutíma.  Og hvað haldið þið; við hittum íslending.  Fyrsta skipti sem við hittum íslending hér i Hörning.  Við vorum að borða og hann lappaði fram hjá okkur og sagði: verði ykkur að góðu.. Svo fyndið, hann er einn af þeim sem hefur flúið Ísland út af kreppunni.  Vinir hans voru í hláturskasti meðan við vorum að tala saman, fannst víst íslenskan svona fyndin.  En eins og sagt er; það eru íslendingar alls staðar.

Annar er svo sem ekki mikið annað að frétta.  Arnþór og Pétur Geir fóru til Þýskalands í gær að versla.  Það er nefnilega ansi margt sem er mikið ódýrara en hér í Danmörku, sérstaklega með öllum sykursköttunum sem þeir eru með hér.  Við ætlum að fara öll til Þýskalands fljótlega til að fara á Supway.  Við söknum öll Supway, og KFC.  Ekki það að við höfuð farið oft en þegar maður hefur ekki valkostinn að fara þá saknar maður þess.   Reyndar voru hamborgarnir á þessu grillhúsi sem við vorum á bara mjög góðir.  Meira að segja sósan á hamborgarana.  Sem kom mjög á óvart.  Við fórum reyndar á KFC í Köpen um jólin en það var langt því frá að vera eins gott og á Íslandi.  En ég ætlaði nú ekki að tala um skyndibita.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir af krökkunum.  Pétur Geir og Karen Guðlaug voru að fá ný gleraugu.  Það er sko dýrara hér en á Íslandi.  Þau eru svo flott með nýju gleraugun.  Það var annsi mikil breyting á sjóninni hjá þeim.  Hún versnar alltaf.  Pétur Geir er að verða jafn slæmur og ég fyrir utan sjónskekkjuna.  Ég lét líka athuga sjónina í mér.  Og eins og ég vissi hefur hún breyst rosalega mikið.  Ég er byrjuð að fara niður (um 2) en með aukna sjónskekkju, svo ég þurfti að fá ný gleraugu líka.  Þar sem ég er með tvöföld gler þá er það geðveikislega dýrt.  Það lág við að ég hætti við, en þar sem sjónin er orðin svo breyt þá varð ég að fá ný gleraugu.  9000 DDK sem svarar um 180 þúsund íslenskum krónum.  Ég mundi geta keypt gleraugu fyrir okkur öll fyrir það á íslandi.  Alla vega var það þannig hvernig það er eftir að kreppan byrjaði er ég ekki viss.

Jæja, best að hætta þessari vitleysu, setja in nokkrar myndir og halda áfram að læra.

Bið að heilsa.

Stella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 380

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband