Skóli og aðgerð.

Sæl öll sömul.  Ég nenni nú varla að gera þetta en það er ekkert annað sem ég nenni að gera heldur svo það er betra að gera þetta en ekki neitt.  Svo best að birta nokkrar fjölskyldufréttir.

Ég er byrjuð í skólanum aftur og það er bara alveg ágætt.  Það er nú ekki byrjað á fullu, svona ein til tvær kennslustundir á dag.  En fer fjölgandi strax í byrjun næsta mánaðar.  Annars er hver kennslustund 1 klukkustund og 40 mínútur.

Arnþór er núna búinn á námskeiðinu og kominn í tveggja vikna frí.  Sem hendar mjög vel núna þar sem Pétur Geir fer vonandi í aðgerðina á föstudag.  Hann, Pétur Geir, er núna búinn að vera hás í tvær vikur.  Með bólgna hálskirtla og enga rödd.  Þetta er alveg rosalegt að vera svona og fara alltaf versnandi.  Hann hefur ekki verið svona lengi í einu áður en eins og ég sagði þá versnar þetta alltaf.  Hann fer upp á spítala á fimmtudag í undirbúning og svo á aðgerðin að vera á föstudag.  Það er að segja ef læknirinn hættir ekki við aftur.  Nei hann gerir það ekki, ekki núna.  Strákurinn er búinn að vera það slæmur að það er ekki hægt að bíða með þetta lengur.  Svo næstu tvær vikurnar þar á eftir verða skemmtilegar eða þannig.  Seinast þegar þeir fóru á spítlana, Arnþór og Pétur Geir, þá sagði læknirinn að þetta yrði mjög vond í svona tvær vikur eftir aðgerðina.  Ég vona að það séu einhverjar ýkjur.  Annars er Arnþór heima fyrstu vikuna og viku tvö þá eru krakkarnir komnir í vetrarfrí svo stelpurnar verða að sjá um hann meðan við erum í skólanum.  Það á eftir að verða sögulegt.  Nei, það verður allt í lagi held ég.  Sáum bara til.

Annars er mest lítið að frétta, lífið gengur Maður vaknar, fer í skólann, heim, eldar kvöldmat og fer að sofa og svo byrjar allt aftur.  Það er bara ágætis veður hérna.  Við erum búin að vera að bíða eftir vetrinum en hann virðist ekki koma.  Alla vega ekki svona VETUR.  Það var smá kuldi í nokkra daga og frost nokkrum sinnum en ekkert af viti.  En rakinn er svolítið skrítinn.  Það er að segja okkur finnst það.  Við erum náttúrulega ekki von svona neinu.  En það er nú samt ekki eins kald og við áttum von á.  Það er einu sinni búinn að snjóa hjá okkur.  Reyndar var það nú varla snjór, það féll svona smá fönn.  Svona um það bil 1 cm.  Kannski tveir.  En ekki meira. 

Kerti eru reyndar alveg lífsnauðsynleg hérna.  Við kveikjum á kertum á hverjum degi og um allt hús.  Það hitar svo vel upp að kveikja á kertum.  Sérstaklega er það hugulegt hérna í stofunni.  Svo kertanotkun er mikil.  Reyndar keypti ég mér svona úti-kertaljósa-ker.  Það er svo sætt.  Það kom í Nettó um jólinn en ég tímti ekki að kaupa það fyrir 200 kr.  En svo var það komið í 75 kr. um daginn svo ég ákvað að skella mér á það.  Það er svo sætt.  Ég set bara venjuleg kerti í það og það logar í hvaða veðri sem er.  Ég setti fugl og köngla í það líka og ég er bara mjög ánægð með það.  Kannski ætti ég bara að taka mynd og setja inn?  ´Já, geri það.  Ég þarf líka að setja myndir af börnunum inn.  Svo ég held ég skelli mér bara í það.

Bið að heilsa öllum og hafið það sem best.

Stella 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara komið nýtt blogg. Ekki gaman fyrir Pétur Geir að þurfa að fara í aðgerð, en ég vona að hann verðu fljótur að hjafna sig...  Svo það er ekki mikil vetur hjá ykkur. Hér heima er búið að vera mjög kald. Ég geng um eins og gömul kona. því það er svo háld. ekki viljum við að ég detti á seinutu vikum. Enda eru bara 12 dagar eftir.. kiss og knús á línuna

Dísa og bumbubúi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 430

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband