Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum liðnar stundir.

Hæ hæ allir saman

Það er búið að vera það mikið að gera hjá okkur að við höfum bara ekki gefið okkur tækifæri til að setjast niður og blogga.  En ég ætla að stela nokkrum mínútum frá lærdóm til að setja inn nokkur orð.

Eftir viku á spítala var loksins komist að því hvað hrjáði mig.  Í aðgerðinni sem ég fór í í febrúar hefur taug verið skorin í sundur og hefur það verið stöðugt að valda mér sársauka og verkjum sem jukust alltaf.  en eftir stóran skammt af deyfilyfi sprautuðu beint í taugina þá hef ég bara ekki fundið fyrir neinu.  Fyrst á eftir vissi ég hreinlega ekki hvernig ég átti að haga mér.  Svo þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég haltraði ekki lengur þá áttaði ég mig á því hvað ég var orðin rosalega slæm.  En nú er þetta loksins búið eftir næstum 10 mánuði.

Við áttum góð jól og voru hér heima á aðfangadag.  Pakkarnir voru nú ekki eins margir og börnin eru vön en þau voru samt ánægð með það sem þau fengu.  Við borðuðum æðislegan forrétt með avacado, rækjum og reiktum laxi og í aðalrétt vorum við með íslenskt lambalæri sem tendó hafði komið með.  Það var æði.  Á jóladag fórum við svo til Nonna frænda og Sonju upp á Sjálandi,  rétt hjá Hróarskeldu.  Þar gistum við í tvær nætur og fórum inn í Kaupmannahöfn að skoða konungshöllina og kirkju og eitthvað fleirra.  Komum svo heim í gær og sitjum nú og reynum að læra.

Ég er að fara í fyrsta prófið 3 janúar.  Þarf að lesa tvær bækur, 300 og 600 blaðsíðna, fyrir það.  Gaman, gaman.

Svo það þýðir ekkert að hangsa svona, verð að snúa mér að bókunum aftur. 

Við þökkum fyrir þær jólagjafir sem við fengum.  Og jólakortin líka.

Eigið gott gamlárskvöld og gleðileg jól.

Þökkum gamalt og gott.

Stella og fjölskylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 430

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband