Ár síðan

Heil og sæl lesendur góðir.
Í dag fagnar síðasta færsla eins árs afmæli. Á þessum tímamótum er ráð að líta um öxl og horfa yfir farinn veg.
Bestu kveðjur, Arnþór

Árlegur viðburður

Það þykir nú ekki mikið mál að halda úti svona bloggsíðu...bara skrifa það sem á daga manns hefur drifið og hana nú.
Samt sem áður virðist þetta vera orðinn árlegur viðburður þar sem síðasta færsla kom í hús fyrir ári síðan!! Ekki það að EKKERT hafi skeð allan þennan tíma. Ég kláraði byggingarfræðina, báðar stelpurnar fermdar, Stella og stelpurnar á íslandi í heimsókn/giftingu, Pétur Geir í heimavistaskóla og fílar sig rosalega vel.
Bið að heilsa í bili...skrifa meira kannski áðður en árið er liðið.
Bestu kveðjur, Arnþór

Styttist í skólann

Jæja, mikið afskaplega er gaman að henda sér á bloggið aftur.  Það hefur legið í ljúfum dvala síðan strákurinn var fermdur.....þeas í FYRRAVOR!!!

En nú erum við búin að njóta danska sumarsins til hins ýtrasta, skruppum á ströndina í ajstup, fórum í stutta heimsókn á vatn við Ry og höfum verið mikið hérna í garðinum og krakkarnir á trampólíninu.  Stella er farin að sjá fyrir endann á dönskunáminu og svo geri ég einnig ráð fyrir að klára í janúar á næsta ári.  Það er allskostar óvíst hvað tekur við eftir það.  Ég er amk hættur í skóla eftir það!!!  Það er nóg á leggjandi á svona gamalmenni eins og mig að maður sé ekki hangandi í skóla fram eftir öllu....jafn þægileg og það nú er.  Ég er byrjaður að hnýsast með vinnu eftir áramót og vonandi kemur eitthvað út úr því.

Jæja, látum þetta duga í bili...ég bið að heilsa....eftir Inga T 


Fullorðinn, Aghmed og Muhamed.

Ferminginn er búinn og nú erum við 3 fullorðin og 2. börn.  Sem sé ég, Arnþór og Pétur Geir sem fullorðin og stelpurnar, Sigurbjörg og Karen sem börnin.  

Fermingardagurinn var alveg yndislegur dagur.  Sólin skein í heiði þegar við vöknuðum og kóalabirnir voru að hlaupa um með eldvörpur.  Við vorum komin í kirkju stuttu eftir klukkan 9, öll fínpússuð og sæt, (í stuttum pilsum og skyrtum).  Eftir útlenska fermingu með engum kýrtlum þá var haldið heim þar sem við fengum ítalskar bruchettur (brauð).   Eftir síesta fengum við okkur gögnutúr.  Eftir það lögðu sumir sig meðan aðrir spiluðu og svo var tekið til við drykkju.  

Það er siður í Danmörku að drekka áfengi í fermingarveislum.  Svo við drukkum bjór, ekki mikið en samt bjór.  Fermingarbarnið fékk líka bjór.  Hann stóð sig nú ekki vel í drykkjunni.  Einn sopi var allt sem hann vildi, það hefur nú ekki þótt mikið hingað til en það var allt sem Pétur Geir fékk sér af bjór á fermingardaginn sínn.  

Aðalrétturinn var T-bone steik, sem var alveg brjálæðislega góð.   Við grilluðum hana úti.  Það er að segja Arnþór og Afi grilluðu. 

Í eftirrétt var ís og ítölsk súkklaðikaka.  Rúnar, María, börn og foreldrarrRúnars komu í eftirrétt og kaffi og settu punktinn yfir i-ið á þessum yndislega degi.

Strákurinn fékk nú ekki mikið af fermingargjöfum en deginum var bjargað af öllum umslögunum sem amma og afi komu með frá Íslandi.  Við áttum ekk til orð yfir því hvað margir hugsuðu til stráksins.  Við erum óendanlega þakklátt fyrir það.

Blár mánudagur er einnig siður hér í Danmörku.  Á mánudeginum eftir fermingu fara fermingarbörnin saman í bæinn og versla og gera eitthvað skemmtilegt.  Pétur Geir og fermingarsystkini fóru til Árhúsa, borðuðu saman og tóku upp vídeó.   Pétur Geir skemmti sér konunglega og var himinlifandi þegar hann kom heim.

Svo allt í allt er hægt að segja að fermingardagurinn hafi verið góður og velheppnaður.  Alla vega var Pétur Geir ágægður og það er það sem skiptir öllu máli.

En þið viljið eflaust vita hver Aghmed og Muhamed eru.  Þeir eru ímynduðu geiturnar hans Péturs Geirs sem hann keypti sér í gær í staðinn fyrir hjól.  Þeir eru betri en slátturvél og nýtast betur en hjól. 

Svo, við Arnþór þökkum þeim sem mundu eftir stráknum okkar.  Hinir...... vonandi líður ykkur vel.

Stella 

 


Fermingardagurinn

Eftir klukkutíma á drengurinn að mæta í kirkjuna.  Fermingin verður klukkan hálf tíu að staðartíma, tími sem maður á ekki að venjast fyrir svona athafnir.  Stelpurnar eru á fullu að gera hárið klárt og Stella er að fikta í öllum til að fínpússa smáatriðin.  Eftir athöfnina komum við heim og þá verður haldin veisla sem mun standa í allan dag.  En þangað til skulum við bíða þar til presturinn hefur tekið drenginn í fullorðinna manna tölu....eftir rúman klukkutíma.   Arnþór


Ferming yfirvofandi!!!

Núna á sunnudaginn mun erfðarprinsinn fermast.  Gestir hvaðanæva úr heiminum (aðallega Íslandi) hafa verið að flykkjast til okkar til að vera viðstaddir þessan merkisatburð og geri ég ráð fyirr að þeir gisti báðir heima hjá okkur.  Mamma kom á fimmtudaginn og pabbi kom áðan eftir langt og strangt ferðalag frá Síberíu.  (Það þykir vissara að hafa það á hreinu að pabbi er ekki frá Síberíu, hann var bara að vinna þar). 

Í fyrramálið förum við í heimsókn til slátrarans og finnum okkur eitthvað gott á grillið til að hafa á sunnudaginn.  Samkvæmt óskum fermingabarnsins á að vera T-beinasteik (T-BONE) en það á bara eftir að koma í ljós hvað verður fyrir valinu.

Vonandi verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir strákinn. 

Læt þetta duga í bili, blogga meira næst

Arnþór


Nóa Páskaegg frá Guðbjörgu og fjölskyldu.

Við fengum óvænta sendingu um daginn.  Það kom stór kassi merktur stelpunum frá Guðbjörgu vinkonu þeirra.  En inn í kassanum var bréf til fjölskyldunar frá Guðbjargarfjölskyldu; sendingin var til okkar allra frá þeim.  Og í kassanum var Pipp og Staurar og þrjú Nóa páskaegg til krakkana.  Við áttum ekki til orð og krakkarnir ekki smá ánægð að fá alvöru páskaegg.  Og Pippið var alveg æði.  Nú geta þau ekki beðið eftir því að komi páskar svo þau geti opnað páskaeggin.  

Það var því snarlega hætt við að kaupa einhver pínu-páskaegg eða plastegg. 

Guðbjörg, Margrét og fjölskylda, okkar innilegustu þakkir, það var æðislegt að fá svona súkklaði-sendingu.  Takk svo innilega fyrir okkur.  Gleðilega páska öll sömul.

Við fengum einnig fleirri sendingar í vikunni.  Afi og amma sendu pakka með súkklaði og tímaritum og Stella amma sendi okkur suðusúkklaði. 

Við Arnþór skelldum okkur til Þýskalands á miðvikudaginn.  Það var æði.  Við ætlum að fara aftur núna um páskana en þá svona fjölskylduferð, öll saman.  Fyrst þarf að gera aðeins við bílinn okkar.  Það er eitthvað bilað.  Við erum farin að versla meira þar, álegg, safa, hakk og kjúkling.  Það er töluvert ódýrara að versla í þýskalandi.  Sérstaklega allt sem er með sykri, út af sykurskattinum.  Við erum að prufa okkur áfram í þessu en við erum á því að þetta muni spara okkur mikið.  Ekki veitir af.

Sumarið er sko á leiðinni.  Í gær settum við upp partýtjaldið okkar, og stelpurnar tjölduðu sínu tjaldi og svo vorum við bara úti á bolum,  það var 17-18 stiga hiti.  Alveg æði!  Krakkarnir voru úti fram á kvöld í boltaleik (fengum okkur smá Pipp, mmmh), einnig í dag þrátt fyrir að veðrið væri ekki eins gott og í gær.  Veðrið hefur breyst mikið á stuttum tíma, eða hitinn hefur aukist og það var eins og það gerðist bara á nokkrum dögum.

Á miðvikudaginn var foreldraviðtal hjá Karenu.  Það var rosalega gott.  Hún hefur tekið miklum framförum síðan í síðasta viðtali.  Kennararnir segja að þetta sé sko allt annað.  Hún sé dugleg að skilja og hress og jákvæð stúlka.  Reyndar er hún svolítið stríðin en allt í góðu samt.  Svo við erum mjög ánægð með hana.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir af vitleysingjunum mínum.

Jæja, nóg í bili, bið að heilsa ykkur.

Stella

 

 

 


Frosin vínber og súkklaði.

Nú er ég á fullu að læra fyrir próf sem ég fer í um helgina í Statistics eða Tölfræði.  Hlakka ekki neitt rosalega mikið til en...

Annars er allt gott að frétta.  Fórum í foreldraviðtal hjá Sigurbjörgu í gær og fengum mjög góða umsökn um hana, eins og alltaf.  Eina sem er svolítið vandamál er að hún er of róleg.  já, of róleg.  Hún á að láta heyra meira í sér og láta fara aðeins meira fyrir sér.  En annars hefur henni farið vel fram í dönsku og kennararnir eru ánægðir með hana.

Pétur Geir fékk loksins leyfi til að byrja aftur í leikfimi eftir bílslysið og var ekkert smáræðis ánægður með það.  En viti menn, í öðrum tímanum þá voru þeir í körfubolta og stökkva á stökkbretti og minn maður meidist í baki.  Hann er búinn að vera afskaplega slæmur og átt í hinum mestu erfiðleikum með að ganga.  En hann er nú samt aðeins að skána.  Það á ekki af honum að ganga greyinu.  Ég er virkilega að hugsa um að pakka honum í bómul,  það er að segja meiri en hann hefur verið í seinustu fimm mánuði.

Karen er bara eins og hún er, glöð, hress og stjórnsöm.  Og dugleg að læra heimavinuna sína.

Súkklaði er eitt af því sem maður kaupir ekki mikið af hér í Danmörku.  Það er svo rosalega dýrt.    Eitt mars kostar 280 kr. svo við kaupum bara svoleiðis í Þýskalandi en núna er ég búin að finna frábært piparmyndu súkklaði í Netto.  Næstum eins gott og pipp og mjög ódýrt.  Heil plata kostar ekki nema 120 kr.  Það var sko kominn tími til að fá almennilegt súkklaði hér.  Reyndar er allar búðir að fyllast af einhvers konar páskaeggjum.  Mér líst nú ekkert á þau en þar sem við fáum ekki Nóa Páskaegg þá verðum við að finna okkur eitthvað.  Kannski fáum við okkur bara frosin vínber í staðin.  Já, frosin vínber.  Ég komst að því um daginn að þau væru bara rosalega góð.  Sá það í þætti hjá Rachel Ray að vínber væru fryst svo ég ákvað að prufa.  Þetta er bara rosalega gott.  Svona eins og frostpinni, eða vínberjafrostpinni.  Ég ráðlegg ykkur að prufa.  Svo borðar maður þau frosin beint úr frystinum.  Algjört sælgæti.  Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Jæja, krakkarnir fara að koma heim úr skólanum svo ég ætla að halda áfram að læra á meða færi gefst.  Bið að heilsa og hafið það gott.

 Stella

P.S.  Það er komið vor í Danmörku. :) Glambandi sól og blíða. 


Nýjar myndir.

Setti inn myndir eins og ég lofaði.

Stella


Komin í samband við umheiminn.

Jæja, við fengum netið aftur í samband á föstudaginn, svo það tók ekki eins langan tíma og það hefði getað tekið.

Annars er bara allt gott af okkur að frétta.  Farið að hlýna úti og blóm farin að vaxa.  Við vorum í göngutúr, öll fjölskyldan.  Okkur tókst með harmkvælum að draga krakkana með og tókum alveg klukkutíma göngu.  Reyndar settumst við inn á grillhúsið hérna uppfrá og fengum okkur að borða og bjór, auðvitað :).  En sko það er ekki inn í þessum klukkutíma.  Og hvað haldið þið; við hittum íslending.  Fyrsta skipti sem við hittum íslending hér i Hörning.  Við vorum að borða og hann lappaði fram hjá okkur og sagði: verði ykkur að góðu.. Svo fyndið, hann er einn af þeim sem hefur flúið Ísland út af kreppunni.  Vinir hans voru í hláturskasti meðan við vorum að tala saman, fannst víst íslenskan svona fyndin.  En eins og sagt er; það eru íslendingar alls staðar.

Annar er svo sem ekki mikið annað að frétta.  Arnþór og Pétur Geir fóru til Þýskalands í gær að versla.  Það er nefnilega ansi margt sem er mikið ódýrara en hér í Danmörku, sérstaklega með öllum sykursköttunum sem þeir eru með hér.  Við ætlum að fara öll til Þýskalands fljótlega til að fara á Supway.  Við söknum öll Supway, og KFC.  Ekki það að við höfuð farið oft en þegar maður hefur ekki valkostinn að fara þá saknar maður þess.   Reyndar voru hamborgarnir á þessu grillhúsi sem við vorum á bara mjög góðir.  Meira að segja sósan á hamborgarana.  Sem kom mjög á óvart.  Við fórum reyndar á KFC í Köpen um jólin en það var langt því frá að vera eins gott og á Íslandi.  En ég ætlaði nú ekki að tala um skyndibita.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir af krökkunum.  Pétur Geir og Karen Guðlaug voru að fá ný gleraugu.  Það er sko dýrara hér en á Íslandi.  Þau eru svo flott með nýju gleraugun.  Það var annsi mikil breyting á sjóninni hjá þeim.  Hún versnar alltaf.  Pétur Geir er að verða jafn slæmur og ég fyrir utan sjónskekkjuna.  Ég lét líka athuga sjónina í mér.  Og eins og ég vissi hefur hún breyst rosalega mikið.  Ég er byrjuð að fara niður (um 2) en með aukna sjónskekkju, svo ég þurfti að fá ný gleraugu líka.  Þar sem ég er með tvöföld gler þá er það geðveikislega dýrt.  Það lág við að ég hætti við, en þar sem sjónin er orðin svo breyt þá varð ég að fá ný gleraugu.  9000 DDK sem svarar um 180 þúsund íslenskum krónum.  Ég mundi geta keypt gleraugu fyrir okkur öll fyrir það á íslandi.  Alla vega var það þannig hvernig það er eftir að kreppan byrjaði er ég ekki viss.

Jæja, best að hætta þessari vitleysu, setja in nokkrar myndir og halda áfram að læra.

Bið að heilsa.

Stella


Næsta síða »

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband