Fullorðinn, Aghmed og Muhamed.

Ferminginn er búinn og nú erum við 3 fullorðin og 2. börn.  Sem sé ég, Arnþór og Pétur Geir sem fullorðin og stelpurnar, Sigurbjörg og Karen sem börnin.  

Fermingardagurinn var alveg yndislegur dagur.  Sólin skein í heiði þegar við vöknuðum og kóalabirnir voru að hlaupa um með eldvörpur.  Við vorum komin í kirkju stuttu eftir klukkan 9, öll fínpússuð og sæt, (í stuttum pilsum og skyrtum).  Eftir útlenska fermingu með engum kýrtlum þá var haldið heim þar sem við fengum ítalskar bruchettur (brauð).   Eftir síesta fengum við okkur gögnutúr.  Eftir það lögðu sumir sig meðan aðrir spiluðu og svo var tekið til við drykkju.  

Það er siður í Danmörku að drekka áfengi í fermingarveislum.  Svo við drukkum bjór, ekki mikið en samt bjór.  Fermingarbarnið fékk líka bjór.  Hann stóð sig nú ekki vel í drykkjunni.  Einn sopi var allt sem hann vildi, það hefur nú ekki þótt mikið hingað til en það var allt sem Pétur Geir fékk sér af bjór á fermingardaginn sínn.  

Aðalrétturinn var T-bone steik, sem var alveg brjálæðislega góð.   Við grilluðum hana úti.  Það er að segja Arnþór og Afi grilluðu. 

Í eftirrétt var ís og ítölsk súkklaðikaka.  Rúnar, María, börn og foreldrarrRúnars komu í eftirrétt og kaffi og settu punktinn yfir i-ið á þessum yndislega degi.

Strákurinn fékk nú ekki mikið af fermingargjöfum en deginum var bjargað af öllum umslögunum sem amma og afi komu með frá Íslandi.  Við áttum ekk til orð yfir því hvað margir hugsuðu til stráksins.  Við erum óendanlega þakklátt fyrir það.

Blár mánudagur er einnig siður hér í Danmörku.  Á mánudeginum eftir fermingu fara fermingarbörnin saman í bæinn og versla og gera eitthvað skemmtilegt.  Pétur Geir og fermingarsystkini fóru til Árhúsa, borðuðu saman og tóku upp vídeó.   Pétur Geir skemmti sér konunglega og var himinlifandi þegar hann kom heim.

Svo allt í allt er hægt að segja að fermingardagurinn hafi verið góður og velheppnaður.  Alla vega var Pétur Geir ágægður og það er það sem skiptir öllu máli.

En þið viljið eflaust vita hver Aghmed og Muhamed eru.  Þeir eru ímynduðu geiturnar hans Péturs Geirs sem hann keypti sér í gær í staðinn fyrir hjól.  Þeir eru betri en slátturvél og nýtast betur en hjól. 

Svo, við Arnþór þökkum þeim sem mundu eftir stráknum okkar.  Hinir...... vonandi líður ykkur vel.

Stella 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fermingardagurinn hljómar vel hjá þér Pétur Geir. Er fermingar athöfinn í danmörku eins og hérna heima???

Maturinn hljómar vel namm nammm

Gott að heyra þú hafir skemmt þér vel :)

Dísa, Óskar, Hera Hrönn og Timon (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:17

2 identicon

Innilega til hamingju með daginn :D 

Hey, og náði pakkinn svo í tæka tíð frá okkur??

Hulda (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband