Nóa Páskaegg frá Guðbjörgu og fjölskyldu.

Við fengum óvænta sendingu um daginn.  Það kom stór kassi merktur stelpunum frá Guðbjörgu vinkonu þeirra.  En inn í kassanum var bréf til fjölskyldunar frá Guðbjargarfjölskyldu; sendingin var til okkar allra frá þeim.  Og í kassanum var Pipp og Staurar og þrjú Nóa páskaegg til krakkana.  Við áttum ekki til orð og krakkarnir ekki smá ánægð að fá alvöru páskaegg.  Og Pippið var alveg æði.  Nú geta þau ekki beðið eftir því að komi páskar svo þau geti opnað páskaeggin.  

Það var því snarlega hætt við að kaupa einhver pínu-páskaegg eða plastegg. 

Guðbjörg, Margrét og fjölskylda, okkar innilegustu þakkir, það var æðislegt að fá svona súkklaði-sendingu.  Takk svo innilega fyrir okkur.  Gleðilega páska öll sömul.

Við fengum einnig fleirri sendingar í vikunni.  Afi og amma sendu pakka með súkklaði og tímaritum og Stella amma sendi okkur suðusúkklaði. 

Við Arnþór skelldum okkur til Þýskalands á miðvikudaginn.  Það var æði.  Við ætlum að fara aftur núna um páskana en þá svona fjölskylduferð, öll saman.  Fyrst þarf að gera aðeins við bílinn okkar.  Það er eitthvað bilað.  Við erum farin að versla meira þar, álegg, safa, hakk og kjúkling.  Það er töluvert ódýrara að versla í þýskalandi.  Sérstaklega allt sem er með sykri, út af sykurskattinum.  Við erum að prufa okkur áfram í þessu en við erum á því að þetta muni spara okkur mikið.  Ekki veitir af.

Sumarið er sko á leiðinni.  Í gær settum við upp partýtjaldið okkar, og stelpurnar tjölduðu sínu tjaldi og svo vorum við bara úti á bolum,  það var 17-18 stiga hiti.  Alveg æði!  Krakkarnir voru úti fram á kvöld í boltaleik (fengum okkur smá Pipp, mmmh), einnig í dag þrátt fyrir að veðrið væri ekki eins gott og í gær.  Veðrið hefur breyst mikið á stuttum tíma, eða hitinn hefur aukist og það var eins og það gerðist bara á nokkrum dögum.

Á miðvikudaginn var foreldraviðtal hjá Karenu.  Það var rosalega gott.  Hún hefur tekið miklum framförum síðan í síðasta viðtali.  Kennararnir segja að þetta sé sko allt annað.  Hún sé dugleg að skilja og hress og jákvæð stúlka.  Reyndar er hún svolítið stríðin en allt í góðu samt.  Svo við erum mjög ánægð með hana.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir af vitleysingjunum mínum.

Jæja, nóg í bili, bið að heilsa ykkur.

Stella

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn Stella mín  frábært að þið fenguð páskaegg...

Dísa, Óskar, Hera Hrönn og Timon (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband