Frosin vínber og súkklaði.

Nú er ég á fullu að læra fyrir próf sem ég fer í um helgina í Statistics eða Tölfræði.  Hlakka ekki neitt rosalega mikið til en...

Annars er allt gott að frétta.  Fórum í foreldraviðtal hjá Sigurbjörgu í gær og fengum mjög góða umsökn um hana, eins og alltaf.  Eina sem er svolítið vandamál er að hún er of róleg.  já, of róleg.  Hún á að láta heyra meira í sér og láta fara aðeins meira fyrir sér.  En annars hefur henni farið vel fram í dönsku og kennararnir eru ánægðir með hana.

Pétur Geir fékk loksins leyfi til að byrja aftur í leikfimi eftir bílslysið og var ekkert smáræðis ánægður með það.  En viti menn, í öðrum tímanum þá voru þeir í körfubolta og stökkva á stökkbretti og minn maður meidist í baki.  Hann er búinn að vera afskaplega slæmur og átt í hinum mestu erfiðleikum með að ganga.  En hann er nú samt aðeins að skána.  Það á ekki af honum að ganga greyinu.  Ég er virkilega að hugsa um að pakka honum í bómul,  það er að segja meiri en hann hefur verið í seinustu fimm mánuði.

Karen er bara eins og hún er, glöð, hress og stjórnsöm.  Og dugleg að læra heimavinuna sína.

Súkklaði er eitt af því sem maður kaupir ekki mikið af hér í Danmörku.  Það er svo rosalega dýrt.    Eitt mars kostar 280 kr. svo við kaupum bara svoleiðis í Þýskalandi en núna er ég búin að finna frábært piparmyndu súkklaði í Netto.  Næstum eins gott og pipp og mjög ódýrt.  Heil plata kostar ekki nema 120 kr.  Það var sko kominn tími til að fá almennilegt súkklaði hér.  Reyndar er allar búðir að fyllast af einhvers konar páskaeggjum.  Mér líst nú ekkert á þau en þar sem við fáum ekki Nóa Páskaegg þá verðum við að finna okkur eitthvað.  Kannski fáum við okkur bara frosin vínber í staðin.  Já, frosin vínber.  Ég komst að því um daginn að þau væru bara rosalega góð.  Sá það í þætti hjá Rachel Ray að vínber væru fryst svo ég ákvað að prufa.  Þetta er bara rosalega gott.  Svona eins og frostpinni, eða vínberjafrostpinni.  Ég ráðlegg ykkur að prufa.  Svo borðar maður þau frosin beint úr frystinum.  Algjört sælgæti.  Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Jæja, krakkarnir fara að koma heim úr skólanum svo ég ætla að halda áfram að læra á meða færi gefst.  Bið að heilsa og hafið það gott.

 Stella

P.S.  Það er komið vor í Danmörku. :) Glambandi sól og blíða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært að heyra að stelpum skuli ganga vona vel í skólanum. en greyið hann Pétur Geir minn. Stella þú verður að fara vefja hann inn í bobbolplat eða setja hann í kúlu.. Er ekki teindó á leiðinni til ykkar? kemur hún ekki með egg þá. annas kaupir fólk í útlöndum egginn sín á nammi.is og fær þau send út???

ég ætla að prufa þetta með vínberinn. hljómar æði og spennadi...

Kiss og knús frá okkur.  Hera Hrönn var að koma úr 6 vikna skoðun er orðinn 4.650 kg og 60 cm og höfumál 40 

bygjuð að hjala og brosa og halda haus.

ný búin að fata á sér tunguna og ullar út í eitt... bara fyndið og snuðið detur allaf út úr henni út af því og hún skilur ekki að tungan og snuðið geta ekki verið úti og inni á sama tíma. bara krúttlegt....

kiss og knús héðan

Dísa, Óskar, Hera Hrönn og Timon (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband