Internetleysi til 11 mars

Síðasta þriðjudag vaknaði ég eins og margir aðrir við vekjaraklukkuna.  Ég fór í skólann, kláraði daginn, kom við í bankanum að borga reikninga og kom svo heim.  Þá beið þar eftir mér miði sem sagði að einhver gæi hefði komið við og lokað fyrir breiðbandið hjá okkur.  Ég hringdi alveg vitlaus í internetfyrirtækið og talaði þar við einhvern sem sagði að það væri ekkert mál að redda þessu, bara að faxa kvittunina fyrir greiðslunni og málið dautt.  En ekki aldeilis!!!  Ég faxaði kvittunina og þá kom í ljós að það tæki ca 10 daga að tengja aftur og það kostaði ca 1000 kall danskar.  Mér varð skyndilega mjög illt í rassgatinu og ekki bætti það úr skák að þetta símasvörunarfólk sá ekki hvort ég hafði faxað eða greitt.  Ég var orðinn verulega brjálaður og svekktur út í þetta skriffinnskukerfi sem hefði sómað sér mjög vel í gömlu sovétríkjunum.  En svo núna rétt áðan hringdi ég í internetið aftur og var öllu rólegri.  Með smjaðri, skjalli og fögrum orðum fékk ég stúlkuna til að fá þá eftir helgi að tengja og hún lofaði mér því að það yrði komið aftur á í síðasta lagi 11. mars.

Það er svo sem allt í lagi að vera internetlaus....en það er verra að vera símalaus og sjónvarpslaus í þokkabót þar sem við notum breiðbandið fyrir það líka.  En sem betur fer erum við ekki alveg sambandslaus við umheiminn þar sem GSM virkar alveg ágætlega.

Með kveðju, Arnþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff Ég veit ekki hvað maður mundi gera án sjónvarps og internes. maður er einhvað svo háður þessu....

Dísa, Óskar, Hera Hrönn og Timon (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:53

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Er þetta ekki alveg týpískt......þessi fyrirtæki geta slökkt á öllu hjá fólki á no time en svo tekur hálft ár að koma draslinu í gang aftur.....og þá þarf að borga handlegg og fót fyrir það. Var þetta kannski hjá Telmore, hehe?

En þið hafið vonandi getað notað þessa helgi í að spila og hafa það kósý, svona eins og maður gerði í "gamla daga" þegar rafmagnslaust var vegna óveðurs og ekki hægt að horfa á imbakassann;)

Berta María Hreinsdóttir, 8.3.2009 kl. 08:14

3 Smámynd: Stella, Arnþór og Börn

Já maður er sko háður þessu.  Nei YouSee.  En veistu hvað?  Þeir voru svo duglegir að þeir tengdu allt saman á föstudaginn.  Svo sem betur fer þurftum við ekki lengur að vera í Lego og tala saman.  :)  Annars er ágæt að losna við sjónvarpið í nokkra daga vera þegar netið fer líka.

Stella, Arnþór og Börn, 8.3.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband