Heilsan að skána og heimsókn yfirvofandi

Góðir hálskirtlar

Nú er Pétur Geir orðinn MIKLU betri í hálsinum....Þessi hálskirtlataka virðist hafa gert sitt gagn, því hann hefur ekki orðið var við hæsi eða óþægindi í hálsinum (fyrir utan þessi sem eiga að vera).  Hann hefur verið svakalega duglegur að borða ís og nú er svo búið að hann er búinn að fá leið á ís....hvernig svo sem það er hægt??????  En nú er þetta að verða búið og hann er allur að braggast.

Á morgun byrja ég aftur í skólanum eftir langt og erfitt frí.  Það er alveg ljóst að það verður ekkert grín að vakna kl 6 í fyrramálið til að ná rútunni til Horsens.

Mamma ætlar að kíkja í heimsókn á morgun og ætlar að vera nokkra daga með krökkunum á meðan þau eru í vetrarfríi.  Krakkarnir eru svakalega spenntir að fá ömmu sína í heimsókn, sérstaklega vegna þess að það er von á Cocoa Puffsi frá Íslandi.

Stella er á fullu í skólanum og ætti loksins að geta einbeitt sér að honum án þess að heilsuvesen í krökkunum og fleirum sé að trufla.

En látum þetta duga í bili.  kveðja, Arnþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi ykkur vel í skólanum. gott að heyra að Pétur Geir sé allur að koma til

Kv Dísa og litla frænka

Dísa og litla daman (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband