16.1.2009 | 23:22
Pétur Geir verður 14 ára á morgun.
Já, strákurinn er að verða 14 ára. Svo fyrir nákvæmlega 14 árum var ég mjög upptekin við að þjást. Ekki að það hafi ekki verið þess virði, en ótrúlegt hvað tíminn er fljóttur að líða.
Við ætluðum að fara til Þýskalands og fá Fara á Supway. Það er nefnilega ekkert Supway í Danmörku. Sema er í sjálfu sér glæpur vegna þess að það er Supway í Afganistan og Írak en ekki í Danmörku, come on. En aftur að afmælinu hans Péturs Geirs, við ætluðum sem sé til Þýskalands og fá okkur Sup og skoða Flensburg og fara svo og fá okkur pizzu í kvöld mat. En elsku stóri drengurinn minn er veikur. Ja, veikur og ekki veikur, hann er búinn að vera með hálsbólgu og hás alla vikuna. Hann getur varla talað. Síðan hætt var við að skera hann hefur hann verið svona alla vega 8-10 sinnum í 1-3 daga í senn. Hann hefur ekki verið svona lengi svona mikið slæmur. Svo ég vona að hann verði svona þar til á mánudag þegar hann kemst til læknis. Það er ekki til neins að fara til læknis ef hann er ekki lengur slæmur í hálsinum og mállaus.
En þar sem hann er veikur verðum við að breyta planinu. Við ætlum þess vegna að kaupa rif og grilla heima og spila og eiga góðan dag saman. Það er ekki en búið að kaupa afmælisgjöfina hans, en það er í vinnslu. Hann færi bara einn pakka frá okkur á morgun og einn frá Hrönn og Friðleifi og svo ekki meir. En hann verður ánægður þegar hann loksins fær afmælisgjöfina. Ég ætla ekki að segja hver hún er, hann stendur yfir mér nefnilega. Hann ætlar sko ekki að fara að sofa fyrr en afmælisdagurinn hans er kominn og 14 ár síðan hann fæddist. Hann fæddist nefnilega 24 mínútur yfir 12. Svo það eru núna bara 6 mínútur þanngað til. Svo tæknilega á hann afmæli núna. Best að óska honum til hamingju og knúsa hann.
Búin að knúsa hann.
Jæja, Arnþór er að kalla. Hann var að raka á sér hausinn og vill að ég leggi loka höndina á það. Geri það fínt. Svo bless í bili.
Stella
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Pétur Geir
Dísa, Óskar, Timon og Bumbubúin (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.