9.1.2009 | 12:25
bloggi bloggi bloggi blogg
Jæja, þá er ég búinn í prófum, fékk 7 (sama og 8 á Íslandi) sem ég er sæmilega sáttur við svona miðað við allt saman. Stella var í stærðfræðiprófi núna rétt áðan og gekk að hennar sögn "skít-sæmilega". Núna er ekkert tölvuvesen lengur hjá henni og hún á bara eitt próf eftir, sem er á mánudaginn. Þegar það er búið, verður hægt að slaka aðeins á. Reyndar var þetta mjög þægilegt hjá mér, ég þurfti aðeins að segja frá verkefninu mínu, svara spurningum í 10 mínútum og halda "coolinu". Þetta gekk eftir og ég var mjög kátur að hafa náð að klára þetta.
Við Stella skruppum til Þýskalands einn morguninn og versluðum aðeins inn og spöruðum okkur hellings pening með þessari ferð. Það má segja að með því að kaupa 4-5 bjórkassa, þá sé ferðin búin að borga sig upp. Sem dæmi má nefna að 3 kippur (18 flöskur) af pepsí max kosta 80 dkr í þýskalandi en hér fær maður ekki nema 4 flöskur fyrir sama verð. 14 flöskur í plús!!! Alltaf að græða.
Krökkunum gengur ágætlega í skólanum en Pétur Geir er stundum að fá í hálsinn, vonandi fer þetta að verða búið. Fyrr í haust átti að rífa hálskirtlana úr honum en læknirinn vildi bíða og sjá til hvort hann yrði ekki betri. Mér finnst hann hafa verið nokkuð oft slæmur í hálsinum en það er vonandi að minnka. Stelpurnar eru bara á fínu róli og það er varla nokkuð meira um það að segja.
Jæja, nú þarf ég að fara að finna stað þar sem ég get látið smyrja bílinn...einhvern ódýran og góðan. Ekki veitir af að spara í kreppunni. Nú hefur kólnað svolítið, oft talsvert frost á nóttunni þannig að ég hef þurft að grípa til sköfunnar. Síðan hefur það verið svolítið lotterí hvort bíllin fari í gang þar sem rafgeymirinn er ekki alveg í besta formi. En það stendur til bóta. Ég hef nú samt getað reddað mér með hleðslutæki og hengt það á geyminn þegar frostið hefur verið sem mest.
En þegar öllu er á botninn hvolft, þá líður okkur ákaflega vel hérna, krakkarnir eru ánægð, sakna að vísu fólksins á Íslandi, en ánægð og við stefnum bara ótrauð áfram.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju elskan mín. Þetta er frábært hjá þér. Vona bara að mér muni ganga eins vel.
Ákvað að senda þér smá kveðju þar sem þessi fjölskylda okkar er frekar léleg í að skrifa athugasemdir.
Það væri nú í lagi að senda kveðju.
Elska þig
Stella
Stella (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:51
Góðan daginn Stella. rosalega er gaman að sjá hvað þér geg vel í prófum... en loksins getur maður commentað hér inni. undar farnar 2 vikur þá kom alltaf error þegar ég var að reyna að commenta. en sá að þú vast búin að skrá þig á facebook.. kv Dísa
Dísa (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.