Nýtt ár og fyrsta prófið búið.

Hi hi alle samen.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gaman og gott.

Jæja, þá er fyrsta prófið mitt búið og tvö eftir.  En það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig.  Sko svona var þetta:

Tölvan mín dó í lok nóvember svo við vorum nauðbeygð að kaupa nýja tölvu.  Nú allt í lagi með það.  Keyptum acer í þetta skiptið með 4 GB RAM og 320 GB minni.  Svo ágætis tölva fyrir það sem ég þarf að nota hana í.  Ok, en auðvitað keyptum við ekki Office pakkan, en það fylgdi 30 daga reynslutími á pakkanum.  Það eru bara tvær vikur síðan við keyptum tölvuna, svo ekki var ég með neinar áhyggjur ekki einu sinni pælingar.  Ok, svo mætti ég í prófið í morgun, JÁ, á laugardegi af öllum dögum.  En hvað um það, í prófið mætti ég.  Og bara svo þið vitið, þá var þetta próf í Cost, Operations and Supply Chain Management, Viðskiptaútreikningur, nota þarf Excel í þessu prófi.  (Ég er rosalega lengi að koma mér að efninu, en...).  Prófið fór fram í aðalsal skólans, svona um 200 manns þar að taka próf og ég fór fremst, svo ég mundi ekki truflast af öðrum.  Ok, starta tölvunni og set af stað Excel, og viti menn, það var læst.  Já, það var ekk hægt að vinna á excel.  Því það var læst.  Ég panikaði algjörlega, vera með nýja tölvu og geta ekkert gert.  Ég held jafn vel að ég gæti ekki tekið prófið en kallaði samt á eftirlitsmanneskju, sem kallaði á IT specialist, tæknomann og ég fékk nýja tölvu.      En það tók nú samt soldinn tíma, um 40 mínútur svo þar af leiðandi náði ég ekki að klára prófið.  En það sem ég gerði gerði ég vel, auðvitað.  Svo þetta rettaðist nú allt saman, en vá hvað þetta var óþægilegt og rosaleg upplifun.

En Arnþór er búinn að setja inn nýjann Office pakka svo þetta á nú ekki að koma fyrir aftur.

Jæja, hvað annað?  Ég finn aldrei réttu merkin á þessari tölvu.  En nóg um tölvuna mína, nýju.Grin

Svo núna sit ég fyrir framan tölvu og sjónvarp, á laugardagskvöldi, með hvítvínsflösku og ekkert snack og slappa af fyrir næstu törn.  Stærðfræðipróf næsta föstudag, og rosaleg stærðfræði.  En það er bara að leggjast í bækurnar, bókina reyndar, og lesa yfir sig, af stærðfræði.  Það verður örugglega alveg rosalega gaman.

Reyndar áttum við alveg ágætis gamlárskvöld.  Danir kunna alveg að sprengja flugelda.  Og flugeldar eru margfalt ódýrari hér en á Íslandi.  Svo krakkarnir fengu sitthvorn pakkan og svo var keyptur einn stór og allir sprengdu villt og galið.  Það er meira að segja afgangur. 

Annars hafa það allir gott, nema Pétur Geir sem er enn einu sinni búinn að missa röddina.  En lagast dag frá degi.  Sigurbjörg var líka eitthvað slöpp í gær en fín í dag og Karen er alltaf jafn hraust.   

Nóg í bili. 

Bestu kveðjur,

Stella

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband