Loksins komið skólanet.

jæja, þá get ég loksins komist á netið í skólanum.  Arnþór tók tölvuna mína í gegn of formataði hana, svo ég gat sett upp skólanetið.  Þannig að núna er ég í skólanum að skrifa nokkrar línur.  Búin að skoða öll blogg og blöðin og ekkert skemmtilegt í gangi.  Ekki það að það sé svo sem ekki nóg að frétta frá okkur, aldrei þessu vant.

Það var ekki teknir hálskírtlarnir úr honum syni mínum eins og átti að gera.  Skurðlæknirinn fannst þetta vera of mikil fljótfærni.  Hann sagði að þar sem við værum ný flutt hingað þá þyrfti líkaminn að aðlagast sýklaflórunni hérna og veðurfarinu líka.  Hérna er svo mikill raki í loftinu sem við erum ekki vön.  Svo það á að sjá til hvernig fer svona í 2 - 3 mánuði.  Reyndar er hann, það er Pétur Geir, ennþá veikur heima.  Hann er svo þegjandi hás að það er rosalegt.  Hann fór ekkert í skólann alla seinustu viku og svo á laugardaginn var hann bara góður en þegar hann vaknaði í gær, sunnudag, þá var hann svona rosalega hás og í morgun þá kom hann ekki upp orði.  En við ætlum með hann til læknis aftur á morgun.  En kannski þarf hann bara að þegja í nokkra daga.  Ekki að ég sé að kvarta undan því.  En við sjáum hvað gerist.  Enn alla veg verða kírtlarnir ekki teknir úr strax.

En við skelltum okkur í Ikea um helgina.  Og við komumst að því að Ikea er sko aðal staðurinn.  Þar hitti ég stelpu sem var með mér í barnaskóla ogvinkonu hennar sem ég hef hitt einhversstaðar, en mann ekki hvar.  Svo hittum við Hall og Steinunni og litla kút.  Og svo heyrðum við í alla vega tveimur íslenskum fjölskyldum í viðbót.  En að hitta einhvern eftir svo og svo mörg ár´og þar að auki í Ikea í Danmörku af öllum stöðum.  En ekki það að ef maður vill tala við íslendinga þá er bara að skella sér í Ikea eða Bilka.  Það er alltaf hægt að finna einhverja þar. LoL

Við fórum reyndar í Ikea til að kaupa rúm handa henni Sigurbjörgu.  Létum loksins verða af því.  Svo keyptum við líka sitthvora hilluna fyirr hana og Karenu.  Svo fór laugardagskvöldið og sunnudagurinn í að koma öllu fyrir og gera herbergin fín.  Það er líka allt annað að sjá þau, herbergin sko.  Sigurbjörg er alsæl með rúmið sitt.  Svaf vel og lengi í gær.  Það er fyrir öllu, að hún sé ánægð.

Jæja, það er að byrja fyrirlestur í Business Statistics svo ég ætla að kveða í bili.  Bið að heilsa.

Stella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera koma með netið. bara gott geta kíkt á einhvað en skólabækur inn á milli.  Vona að Pétur Geir fari nú að lagast. leiðinlega að vera svona. En til hamingju með nýja rúmið Sigurbjörg mín ... Svo er IKEA aðal menningar heimurinn þarna úti. ef maður vill hitta einhvern á maður þá að fara þangað hahah

Dísa og Bumbubúin (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband