9.11.2008 | 16:35
Fuglaflensan í Pétri Geir
Ástandið er nú heldur en ekki óskemmtilegt þessa dagana, 80% heimilisfólksins er sjúkt. Það er þessi leiðindar hálsbólga, hiti og beinverkir sem er búið að vera hér síðustu daga. Það er ekki alveg á hreinu hver kom með þetta fyrst en Sigurbjörg veiktist síðust. Þessi hálsbólga er búin að vera að grassa í krökkunum alla seinustu viku en svo á föstudagskvöld þá fékk Pétur Geir rosalegan hita og mikla beinverki. Eða eins og hann sjálfur segir; ,,ég var afskaplega veikur". Hann var með svo mikinn hita að ég hefði getq steikt egg á honum. Hann var auðvitað alveg afskaplega viss um það að hann væri kominn með fuglaflensuna og þegar fiður fór að vaxa á höfðinu á honum þá vöru afskaplega miklir líkur á því . Hann er svo dramatískur greyið. En öllu gamni slepptu þá leið honum afskaplega illa. Arnþór veiktist á fimmtudag og er ennþá slæmur í hálsinum, auðvitað er ég líka með hálsbólgu og svo Sigurbjörg sem var mjög veik þegar hún kom frá vinkonu sinni á laugardagsmorgun, en hún hafði gist þar um nóttina. Svo sú eina sem er við hesta heislu er Karen Guðlaug. Það er að segja fyrir utan þett Goth dæmi hjá henni. Er ekki myndin af henni flott? Við Arnþór erum alveg á því að ef hún (þegar) hún fer í unglingauppreisnina þá sé þetta lookið hennar. Þetta er svo náttúrulegt hjá henni að vera svona svört. Reyndar var hún að fara í búningaafmæli. En hver veit????
Það er svosem ekki mikið annað að frétta frá okkur. Ég hef reyndar verið að hugsa um að skrifa vel valin orð til vissra aðila en ég ákvað að sleppa því. Ég tel mig bara vera meiri manneskju fyrir vikið.
Dísa, það er alveg sjálfsagt að kaupa fyrir þig í HM. Ég er ákveðin í því að senda þér svona ullarsamfellur sem eru alveg frábærar en þar sem ég veit ekki hvort þær ættu að vera bleikar eða bláar þá færðu þær ekki fyrr en krílið er fædd. Svo geturðu alltaf komið út og verslað, ekki málið.
Gengið getur ekki alltaf verið svona hátt en hvenær það lagast, það veit enginn.
Annars er ég loksins búin að fá tíma á lungnadeildinni á sjúkrahúsinu í Árósum. Ég fæ ekki tíma fyrr en 15 janúar. Svo þanngað til verð ég að vera á þessum astmalyfjum sem ég er á, þrátt fyrir að þau séu nú ekki að hjálpa mér alveg. En svona er nú þetta bara. Ég lifi bara við það .
Jæja, ég ætla að halda áfram að læra og elda. Biðjum að heilsa öllum sem lesa þetta.
Stella
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara rosa ástand á ykkar bæ. Allor veikir. Vona þetta fari að lagst. allavega ekki senda þessi veikkyndi hingað á klakkan. En Karen mín þú tekur þig bara vel út í svörtu hahah. Flott að þú skulir vera búin að fá tíma hjá lungadeildinni. Rosalega er löng bið.
Takk fyrir það Stella mín
Dísa og Bumbubúin (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:53
Kæru Stella, Arnþór og börn,
innilega þakkir fyrir sendinuna, ferlega sæt
Við vonum að þið hafið það sem best.
Bestu kveðjur frá köben.
Linda, Peter og lea dís
linda, Peter og lea dís (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.