27.10.2008 | 22:15
Þetta er ástæðan fyrir því að ég fór ekki í viðskiptafræði
Aumingja Stella, hún situr pungsveitt og botnar ekkert í því hvers vegna þessi húsmæðraskóli sem hún er í (Århus Handelshöjskolen) leggur svona mikla áherslu á business hitt og business þetta. Ég var að reyna að fá einhvern botn í þetta sem hún Stella var að gera og ég verð bara að segja að þetta er ALGJÖRT RULG!!!! En hvað um það. Mér var farin að leiðast biðin eftir því að eitthvað bitastætt kæmi á þetta blogg, þannig að ég sá mér þann kost vænstan að skrifa eitthvað sjálfur.
Pétur Geir er allur að braggast eftir að hafa lent í slagsmálum við bíl. Hann má náttúrulega ekki fara í leikfimi eða stunda "kontakt"sport í 3 mánuði í viðbót þar sem lifrin í honum beið lægri hlut fyrir bílnum.
Skólinn potast hjá mér, þetta er svolítið mál að byrja svona á 3. önn þar sem það er svo mikið sem mig vantar en það ætti að hafast. Við erum bara að vinna í verkefninu okkar (sem er verksmiðja úr forsteyptum einingum og skrifstofubygging úr forsmíðuðum timbureiningum). Á næst mánudag eigum við að skiptast á verkefnum við skólann í árósum og við eigum að gera tilboð í timbureiningarnar og svo eigum við að framleiða þær.
Stellu gengur ágætlega í skólanum en eins og alþjóð veit þá er hún EKKI í húsmæðraskóla. Þetta er auðvitað bara hebreska fyrir mér, en hún fílar þetta og heldur ótrauð áfram.
Við hjónakornin erum að fara í partý um næstu helgi og við þurfum að vera í grímubúning. Stella verður Norn og ég held að ég verði Huge Hefner, náttföt og pípa. Bara notalegt.
Bíllinn okkar varð fyrir nettu áfalli um daginn, það losnaði eitthvað í stýrisgangnum og það var varla hægt að beygja til hægri, nema á mikilli ferð. Við vorum frekar á tauginni með að þetta færi með fjárhaginn (sem er orðinn frekar bágur þessa dagana) því að ég gat engan veginn fundið út hvað var að bílnum. Ég fór með hann á verkstæði og 2 tímum seinna fór ég með hjartað í buxunum með það að nú yrði maður alveg endanlega gjaldþrota, en viti menn....þetta var bara einn bolti sem hafði losnað og reikningurinn var bara .....tja, einn tími á verkstæði og einn bolti plús virðisauki. Miklu minna en við höfðum óttast að það yrði.
Stelpurnar eru á fullu við að læra dönskuna og þeim gengur bara vel. Við erum að fara á foreldrafund í vikunni og þá kemur í ljós hvernig málin standa.
Við vorum í sambandi við bankann okkar fyrir helgi og báðum um að námslánin yrðu send til okkar sem fyrst, þar sem von væri á töfum frá Dabba kóngi (seðlabankastjóra). Nú er aurinn lagður af stað í ferðina miklu og vonandi gengur þetta hratt og vel fyrir sig.
Nóg í bili, látum ekki líða svona langt á milli
kveðja, Arnþór
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra allt gangi vel hjá ykkur í skólanum og að Pétur Geir sé hressari. Það er nú ekki gott að geta ekki beygt bílnum, flott að heyra að þetta var bara ein bolti. kostaði ekki mikil í þessari kreppu. Svo þið eru á leiðinni á grímurbal/partý. þið verið að taka myndir af ykkur í búningnum senda mér að setja hér inn. verð að sjá íslenska Huge Hefner
Kveð hérðan frá klakkanum 3 mánuðir eftir
Dísa og bumbubúi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.