27.9.2008 | 16:00
Spítalalíf
Ohh, ég gæti grátið. Við vorum að borða morgunverð og bíða eftir að læknirinn kæmi til að útskrifa Pétur Geir en nei; það gerði hann ekki. Hann fær ekki að fara heim fyrr en á mánudag. Þeir vilja ekki taka áhættuna. Svo þetta er miklu meira heldur en maður gerir sér grein fyrir. Áverkar sem sjást ekki eru ekki eins afgerandi og þeir sem sjást. Og maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru miklir.
Ég veit ekki hvað Arnþór skrifaði um slysið en þessi reynsla er sú versta sem ég hef lent í. Ég mundi ekki óska neinu þess að lenta í þessu. Það er bara ekki hægt að lýsa því sem gerist þegar manni er sagt að barnið manns hafi lent í bílslysi. Sem betur fer þá var ég að fara til læknis þennan morgun og þess vegna var Arnþór enn heima. Ég veit ekki hvernig ég hefði höndlað þetta án hans. Karen kemur hlaupandi inn, grátandi, og segir að Pétur Geir hafi lent í bílslysi, Arnþór greip bíllyklana og við hlupum út og það án þess að loka einu sinni útidyrahurðinni. Greyið Karen að þurfa að lenda í þessu að horfa upp á bróður sinn og að þurfa að segja okkur þetta líka. En stelpan stóð sig alveg eins og hetja. Svo dugleg og sterk og gerði akkúrat það sem hún hefði átt að gera. Hún leit á bróður sinn og þegar fólk kom til að aðstoða hann þá fór hún strax heim til að láta okkur vita. Ekki nema ellefu ára og svona rosalega dugleg. Og þrátt fyrir að hún gréti þá héld hún ró sinni. En við vorum með hana hjá okkur allan daginn og pössuðum upp á að hún fengi ekki sjokk eftir á. Við erum líka búin að vera duglega að hrósa henni og tala við hana um þetta allt saman og ég held að eftirköstin verði engin hjá henni.
En aftur að Pétri Geir og slysinu. Á leiðinni á slystað þurfti Arnþór að vera með hausinn út um gluggan á bílnum þar sem rúðan var öll í móðu og að auki var sólin beint í augun á okkur. Svo hann sá ekkert út. Hann var líka alla leiðina að segja mér að slaka á, við vissum ekki hvernig staðan væri og við værum alveg að koma. En hann var alveg jafn skelfdur og ég, hann var kominn út á undan mér, en hann náði samt að vera rólegri. Slysið gerðis ekki nema svona 1 km í burtu og við eru varla mínútu á leiðinni en mér fannst það vera heil eilífð. Ég man þegar við beigðum út á vegin og sáum alla bílana stopp í kringum slysstaðinn þá var það samt svo lang í burtu. Þegar við komum svo til hans lá Pétur Geir vafinn í teppi og sagði; róleg. Hann var með fulla meðvitund og mér fannst eins og hann vildi bara helst standa upp. Og guð hvað sjúkrabílinn var lengi á leiðinni. En nágrannakona okkar sagði mér um kvöldið að hann hefði verið mjög fljótur að koma, svo þetta er mjög afstætt. Svo þegar þeirloksins komu þá fannst mér sem við færum aldrei af stað. En sem betur fer var það vegna þess að strákurinn var ekki það mikið slasaður. Hann er ekkert brotinn en með einn skurð og djúpar skrámur og núna er hann farinn að verða marinn út um allt, á hnéinu, kinnini, mjöðminni, bakinu, lærinu. Pétur Geir fann reyndar mest fyrir í maganum og vinstri fætinum og strax og við komum upp á sjúkrahús var komið með sónar til að skoða magan á honum, og einnig fótinn. Svo var hann sendur í sneiðmyndatöku og röngen. Það kom í ljós að hann var óbrotinn en blæðing í lifrinni. Það var saumaður saman skurðurinn á fætinum, ekki vel gert og hann mun fá lítið en ljót ör, (það var svo opið sárið).
Hann var settur á gjörgæslu og við vorum þar í einn sólahring. Þá var Pétur Geir fluttur á barnadeildina. En með stanslausa vakt. Hann mátti aldrei vera einn, þannig að ef ég þurfti að skreppa á klósettið þá varð ég að hringja á hjúkrunakonu til að sitja yfir honum á meðan. Svo á nóttinni þá sat yfir honum hjúkrunarkona þó að ég væri þar líka, en auðvitað er ég sofandi. Svo loksins á fimmtudag töldu þeir að mesta hættan væri liðin, eða alla vega fannst mér það, því þá gat ég farið fram án þess að hringja á einhvern til að sitja yfir honum og okkur var líka sagt að þá mætti hann fara fram úr og lappa um. En á fimmtudaginn var okkur líka sagt að þetta væri nú frekar alvarlegt, þetta er æðagúlpur i lifrinni og þeir halda að hann muni samt ekki springa, en samt gúlpur. Þessi gúlpur er frekar djúpt í lifrinni og þeir vilja vera alveg öruggir að ekkert gerist. Þeir eru líka búnir að vera annsi duglegir að taka blóð úr honum en það hefur verið gert reglulega á tíma fresti til þar til á fimmtudag en þá var það bara tvisvar á dag. Og blóðþrýstingurinn hefur verið mældur í honum á fjagra tíma fresti fram á fimmtudag, þá þrisvar á sólahring og svo núna bar tvisvar á dag. En sem sé á fimmtudeginum var okkur sagt að hann yrði hér þar til á mánudag eða þriðjudag og þyrfti þá að vera heima í 1-2 vikur, og eftir það mætti hann kannski fara í skólann í svona tvo tíma á dag í viku og svo að lengja það smá saman. En mesta hættan eftir fyrstu vikuna væri fyrstu fjórar vikurnar. Og svo að þetta yrði ekki komið í lag fyrr en eftir fimm 5 mánuði. Sem sé engar íþróttir eða hjólahopp og það sem verra er engin slagsmál við stelpurnar. Rosalega á hann eftir að vera leiðinlegur við þær þennan tíma og guð hvað hann fær að kenna á því þegar þessi tími er liðinn, þær munu njóta þess að hefna sín þegar hann þarf ekki lengur að vera pakkaður inn í bómull. En það er raunverulega það sem þarf að gera við hann næstu mánuði. Það gæti verið nóg að reka olbogan í hann til að allt færi af stað og við viljum það ekki. Svo næstu mánuðir verða skemmtilegir. Ja, við munum alla vega ekki fara mikið í vetrarfríinu. En þegar skaðinn var samt ekki alvarlegri en þetta þá er maður þakklátur.
En svo í gær, föstudag, kom enn annar læknir sem sagði að við mundum fara heim á morgun, í dag. Þetta liti allt vel út og allar blóðprufur fínar og allt í lagi. Svo auðvitað vorum við alveg alsæl yfir því að fara loksins heim, en nei. Í dag kom svo yfirlæknirinn sem hefur ekki verið á staðnum og hann sagði að hann vildi halda honum inni þar til á mánudag, einnig sagði hann að það væri ekki mikið um svona lifraskaða í Danmörku svo þekkingin á þeim er ekki mikil og því leita þeir til Ameríku og gera eins og þeir gera þar, að halda sjúklingnum á spítala í viku til að fylgjast með og taka fullt af blóðprufum. Svo þeir vilja vera alveg öruggir. Sem ég get nú ekki annað en verið þakklát fyrir. Því ef eitthvað gerist þá erum við á öruggasta staðnum. Svo við láttum okkur bara hlakka til helgarinnar og bíðum núna eftir að Arnþór og stelpurnar komi í heimsókn til okkar. Þau ætla að koma með hamborgara og við ætlum að borða saman í fyrsta skiptið í viku. En núna ætla ég að hætta í bili, ég á eftir að læra brjálæðislega mikið og ég þarf að auki að fara með strákinn í göngutúr. Oh, og ef þið eruð að pæla þá er ég búin að vera með honum hér síðan á þriðjudagsmorgun, Arnþór tók fyrstu nóttina, og ég fékk líka smá frí á fimmtudaginn þegar Arnþór leysti mig af en hann hefur þurft að vera í skólanum. En það var auðveldara fyrir mig að missa úr þessa viku og því gerði ég það, eins gæti Arnþór engan veginn sofið í þessum litla bedda svo ég er hér. En það er líka allt í lagi, ég vil vera hér.
StellaFlokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÚFF þetta er rosalegt. maður situr hérna með tárinn í augum. en sem betur fer er í lagi með frænda. hugsa til ykkar. kiss og knús
Dísa og bumbubúi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 09:48
Æ þetta er svo ömurlegt, greyið Pétur og reyndar þið hin líka. Vonandi fer hann að fá komast heim kallinn. Alltaf best að vera heima. Við ætlum að kíkja á ykkur þegar hann hann er kominn og þið treystið ykkur til.
Látið mig samt endilega vita ef ég get eitthvað gert.
Báráttukveðjur
Steinunn og co.
Steinunn og co. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:07
ó stella min það biðja allir fyrir ykkur og þetta á eftir að ganga vel þó að þetta taki svolitið á og það tekur lika enda þið eruð öll svo dugleg lika og samhent v
við biðjum að heilsa og Geir lika
Guðrun systir
Gudrun Thorisson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.