12.9.2008 | 22:33
Eitthvað smávegis!
Hæ allir saman
Klukkan er alveg að verða 12 á miðnætti á föstudagskvöldi. Ég sit hér í stofunni og horfi á South Park, með öðru auganu, með Pétri Geir. Síðasta vika er búin að vera allt annað en skemmtileg. Ég er búin að vera veik alla vikuna, fárveik meira að segja. Ég gat ekk lyft höfðinu af koddanum í fjóra daga. Ég held ég hafi bara aldrei verið svona mikið veik svona lengi. En í gær fór ég loksins af stað, setti í tuttugu þvotta vélar og varð náttúrulega kalt svo að í dag er kvefið komið aftur og aðrar tuttugu vélar af þvotti.
Verst var að krakkarnir byrjuðu í fyrradag og voru öll heima veik í dag. En sem betur fer er komin helgi og við getum verið heima í rólegheitum. Við ætlum öll að vera tilbúin til að fara í skólann á mánudaginn.
Ég er búin að vera á fullu í allan dag. Ég er alla vega búin að tæma 6 kassa, setja í 4 kassa, hengja upp myndir og snaga, og korktöflur, ryksuga og moppa, hengja upp þvott, brjóta saman og setja inn í skápa. Búin að hringja þrisvar til Íslands, fá eitt símtal frá Íslandi, eitt frá Arnþóri til mín og tvö frá mér til hans.
Annars er netfangið okkar að breytast. Við erum ekki komin með ný en þau gömlu verða óvirk frá og með mánudeginum. Við erum reyndar með hotmail netföng en við erum ekki viss hvort við munum nota þau eða önnur. En við látum ykkur vita um helgina.
Annars hafa það bara allir gotteða þannig . Nú er líka kominn tími til að koma sér í bælið. Vonandi hafa allir það gott og eru við góða heilsu.
Heyrumst
Stella
P.s. Nýjar myndir koma inn á morgun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff svona veikindi eru ekki skemmtileg. Vona að ykkur batni, Sá póstin með nýju nefföngunum búin að skipta út. annars er allt gott að frétta af mér og bumbubúaum, er hálfnuð á miðvikudaginn. þetta er svo fljót að líða. Mér fynnst ég ný búin að tilkynna.
p.s erum að fara til Barcelona í næsta mánuði í helgarferð.
En hverning væri að skrá sig á http://www.facebook.com
Kv frá klakkanum
Dísa og Bumbubúin (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.