Slys

Á síðasta mánudag vildi svo leiðinlega til að Pétur Geir varð fyrir bíl þegar hann var að hjóla í skólann.  Hann slasaðist ekki mikið, bara einn skurður á hnénu en svolítil innvortis meiðsl.  Hann meiddi sig aðeins í lifrinni og hefur verið á spítalanum út af því.

Hann er mjög lemstraður en ber sig rosalega vel.  Hann var ofboðslega heppinn að slasa sig ekki meir.  Hann fær að koma heim á morgun, en út af þessu slysi höfum við ekki verið neitt að blogga eða gera neitt annað merkilegt.  Strákgreyið má ekki fara í leikfimi í skólanum í 5 mánuði og þarf að vera heima í a.m.k. viku eftir að hann kemur heim.  Eftir það má hann fara í 1 eða 2 tíma í senn.  Hann þarf að taka því rólega og má ekki vera í neinu þar sem högg geta komið á lifrina.

Sem betur fer er vetrarfrí framundan þannig að þetta ætti að vera bærilegt fyrir okkur og hann.

kveðja, Arnþór


Bloggfærslur 26. september 2008

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband