Búin að taka út Þýskaland

Við gerðum það víðeist um helgina, við skruppum til þýskalands á þessari ágætu frönsku bifreið af Peugeot gerð, á verði sem kom á óvart.  Við skruppum til Þýskalands til að athuga verð og gæði hjá þarlendum nýlenduvöruverslunum.  Það kom okkur ekki á óvart að öl og gos var töluvert ódýrara hjá dolla frænda heldur en hjá frændum vorum dönum.  Og ekki kom það á óvart að börnun þurftu að sitja á kössum af kóki og bjór til að komast heim til sín.  Foreldrarnir sátu sponskir fram í og létu sig hlakka til kvöldsins að smakka á góssi dagsins.  Við skruppum nebblinlega í skandineivían park og létum greypar sópa um hillur og handraða.  Aumingja bíllinn var farinn að kvarta þegar dekkinn voru farin að skrapa brettin að innan.  Það er víst töluvert ódýrara að bregða sér suður fyrir landamærin og fá sér öl og gos heldur en að versla það af innfæddum  hér.  Þar sem bíllinn okkar var ekki með krók, þá gátu við ekki tekið með okkur kerru, eins og venjan er víst hér.  Þess í stað þurftu krakkarnir að sitja á royal export og nicolina lemonade og láta sér það að góðu lynda.  Þegar við höfðum verlsað nægu okkar í skandineivían park, þá skruppum við aðeins til flensborgar til þess eins að geta sagst hafa farið til Þýskalands.  Það var mjög gaman að koma þangað þar sem það var meira svona evrópulegra heldur en miðborg HÖRNING.  Aðeins meiri heimsborgarabragur á flensborg, eða þannig sko!!  Hins vegar þurfum við að fara þangað á MISSJÓN, það er að fara þangað niður eftir og vera búin að ákveða að kíkja á ákveðna staði.  Þangað til....Njótið vel.

Kveðja, Arnþór


Bloggfærslur 3. ágúst 2008

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband