Afmælisbíllinn

Jæja, þá er komið að því.  Ég hélt að ég myndi ALDREI leggjast í þetta blogg, en svo bregðast krossbönd sem önnur tré.  Við erum búin að vera bíllaus í nokkra daga og það er ekkert sniðugt við það.  Til að komast í strætó eða lest þurfum við að labba í kringum hverfið, framhjá akrinum, gegnum skóginn, hlaupa fram hjá elliheimilinu (svo að elli-kelling nái manni ekki), og labba svo enn lengra....þig skiljið hvað ég er að fara, fjandanum lengra í strætó eða lest.  Nema hvað að ég var orðinn SOLDIÐ þreyttur á þessu rölti/hlaupum í 30 stiga hita þannig að það var ákveðið að finna bifreið handa okkur letingjunum.  Við feðgarnir lögðum land undir fót og fórum til Egebjerg [íbjerg] í strætó, en þar átti að vera bílasala, kunn fyrir íslendingaást og trúfestu.  Pétur Geir var að niðurlotum kominn þegar strætóstoppustöðinni var náð og náði varla andanum þegar blár og fagur strætó númer 107 renndi í hlað og við stigum um borð.  Eftir klukkustundarlangan strætótúr komum við til Egebjerg [íbjerg] en við höfðum ekki hugmynd hvar bílasalan var eða hvar í bænum við vorum.  Það eina sem við vissum var að það var heitt og sólríkt.  Við löbbuðum af stað út í bláinn og eftir að hafa gengið fram hjá skólanum í bænum, barnaheimili og kaupfélaginu þá blasti við okkur bílasalan í allri sinni dýrð.  Að dönskum sið var bílasala lokuð í hádeginu (n.b. við lögðum af stað að heiman upp úr klukkan 10) svo ég hringdi í Hall bjargvætt.  Þá kom í ljós að hann bjó steinsnar í burtu og var kominn til okkar eftir augnablik.  Við fengum augastað á svartan franskan eðalvagn af peougot gerð á verði sem kom á óvart.  Þegar bílasalinn kom aftur þá fórum við í smá prufutúr á svarta franska eðalvagninum af peougot gerð.  Kom í ljós að hann var allur hinn ágætasti og var ákveðið að reyna að fjármagna bifreiðakaupin í gegnum Den Danski Bank.  Ekkert mál!!!!  En allt tekur tíma hér.  Ég þurfti að fara í bankann með pappíra og græja endanlegt verð á bílinn og fara svo AFTUR í bankann(ég er farinn að hitta þessa bankastelpu óeðlilega oft).  Eftir að fengið vilyrði fyrir láninu og fengið tékkann í hendur var haldið aftur af stað til Egebjerg [íbjerg], bílasalinn fékk tékkann og ég fékk bílinn.  Loksins kominn á eigin bíl.  Þennan fína svarta eðalvagn af peougot gerð á verði sem kom á óvart.

Karen Guðlaug átti afmæli í gær og mér fannst alveg tilvalið að ganga frá þessum bílakaupum þannig að þetta varð afmælisbíllinn hennar Karenar.  Ekki amalegt að fá bíl í ellefu ára afmælisgjöf Smile.  Á meðan ég sinnti viðskiptaerindum (gekk frá þessum bílakaupum) fór Stella með öll börnin til Árósa í lest og strætó með öllu því labbi sem því fylgir.  Þau fóru í Toys'r us og Bilka og voru næstum því búin að kaupa trampolín og sundlaug á spottprís.  Sem betur fer var ákveðið að bíða aðeins með þau áhöld.  Eftir að hafa þvælst í bilka og dótabúðum (í tilefni afmælis Karenar)var haldið heim á leið.  Þegar þau voru á lestarstöðinni í Hörning hitti ég þau, stella og krakkarnir á hjólunum og ég á  þessum fína svarta eðalvagn af peougot gerð á verði sem kom á óvart.

Þegar við komum heim opnaði Karen nokkra afmælispakka, heyrði í fólki að heiman og spjallaði svo við Guðbjörgu vinkonu sína á MSN.  Vegna hitans fóru krakkarnir að sulla með vatn og skvettu því á allt og alla og skemmtu sér alveg konunglega.  Við stella fengum líka okkar skerf af vatni.  Enginn er verri þótt hann vökni nema að hann drukkni.

kveðja, Arnþór


Bloggfærslur 30. júlí 2008

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 552

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband