28.7.2008 | 11:32
Næstum allt of heitt.
Það er sko ekki hægt að segja annað en að það sé sumar hér. Steikjandi hiti og yndislegt veður.
Á föstudaginn fórum við á ströndina. Fyrst tókum við lest inn til Árhúsa og þaðan strætó. Það var bara gaman en við vorum nú ekki lengi svona í fyrsta skiptið. þess í stað skeltum við okkur inn til Árhúsa, löppuðum þar um og fengum okkur að borða á Ítölskum veitingastað. Þetta varð bara yndislegur dagur og við vorum ekki komin heim fyrr en um 10 leitið. Það er nú erfitt að ferðast svona með lest og strætó þegar maður er vanur að vera á bíl en þetta á eftir að venjast. Reyndar er Arnþór núna að skoða bíl sem við munum líklega kaupa. Svo vonandi verðum við komin á bíl fyrir helgi.
En á morgun er stór dagur hjá okkur. Hún Karen litla á afmæli, verður ellefu ára. Svo það er nú varla hægt að kalla hana litla lengur, sérstaklega þar sem hún er orðin stærri en ég. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvað skal gera en við ætlum að fara eitthvað, dýragarð eða sædýrasafn kannski. Auðvitað verður bakað og blásið á kerti en allt annað kemur bara í ljós. Svo erum við líka í vandræðum með afmælisgjöfina. En við stefnum á Toys'r us. Við fáum örugglega eitthvað þar. Reyndar langar mig mest að kaupa bara trambólín og gefa þeim en það er ekki hægt að koma því fyrr hér fyrir utan strax. Það á eftir að laga lóðina.
Svo núna ætla ég út í sólina, það er svona 28-30 stiga hiti. Við Arnþór vorum reyndar farin af stað kl.8:30 í morgun að versla. Fengum aftur lánaðann bíllinn hjá Halli í gær en Arnþór ætlaði að skila honum um hádeigi svo við fórum snemma af stað. Þá var þegar orðinn 26 stiga hiti svo það er heitt.
Nóg í bili, við þurfum að fara inn til Árhúsa þegar Arnþór kemur að kaupa afmælisgjöf (gjafir).
Stella
Bloggfærslur 28. júlí 2008
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 552
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar