Internetleysi til 11 mars

Síðasta þriðjudag vaknaði ég eins og margir aðrir við vekjaraklukkuna.  Ég fór í skólann, kláraði daginn, kom við í bankanum að borga reikninga og kom svo heim.  Þá beið þar eftir mér miði sem sagði að einhver gæi hefði komið við og lokað fyrir breiðbandið hjá okkur.  Ég hringdi alveg vitlaus í internetfyrirtækið og talaði þar við einhvern sem sagði að það væri ekkert mál að redda þessu, bara að faxa kvittunina fyrir greiðslunni og málið dautt.  En ekki aldeilis!!!  Ég faxaði kvittunina og þá kom í ljós að það tæki ca 10 daga að tengja aftur og það kostaði ca 1000 kall danskar.  Mér varð skyndilega mjög illt í rassgatinu og ekki bætti það úr skák að þetta símasvörunarfólk sá ekki hvort ég hafði faxað eða greitt.  Ég var orðinn verulega brjálaður og svekktur út í þetta skriffinnskukerfi sem hefði sómað sér mjög vel í gömlu sovétríkjunum.  En svo núna rétt áðan hringdi ég í internetið aftur og var öllu rólegri.  Með smjaðri, skjalli og fögrum orðum fékk ég stúlkuna til að fá þá eftir helgi að tengja og hún lofaði mér því að það yrði komið aftur á í síðasta lagi 11. mars.

Það er svo sem allt í lagi að vera internetlaus....en það er verra að vera símalaus og sjónvarpslaus í þokkabót þar sem við notum breiðbandið fyrir það líka.  En sem betur fer erum við ekki alveg sambandslaus við umheiminn þar sem GSM virkar alveg ágætlega.

Með kveðju, Arnþór


Heilsan að skána og heimsókn yfirvofandi

Góðir hálskirtlar

Nú er Pétur Geir orðinn MIKLU betri í hálsinum....Þessi hálskirtlataka virðist hafa gert sitt gagn, því hann hefur ekki orðið var við hæsi eða óþægindi í hálsinum (fyrir utan þessi sem eiga að vera).  Hann hefur verið svakalega duglegur að borða ís og nú er svo búið að hann er búinn að fá leið á ís....hvernig svo sem það er hægt??????  En nú er þetta að verða búið og hann er allur að braggast.

Á morgun byrja ég aftur í skólanum eftir langt og erfitt frí.  Það er alveg ljóst að það verður ekkert grín að vakna kl 6 í fyrramálið til að ná rútunni til Horsens.

Mamma ætlar að kíkja í heimsókn á morgun og ætlar að vera nokkra daga með krökkunum á meðan þau eru í vetrarfríi.  Krakkarnir eru svakalega spenntir að fá ömmu sína í heimsókn, sérstaklega vegna þess að það er von á Cocoa Puffsi frá Íslandi.

Stella er á fullu í skólanum og ætti loksins að geta einbeitt sér að honum án þess að heilsuvesen í krökkunum og fleirum sé að trufla.

En látum þetta duga í bili.  kveðja, Arnþór


Hálskyrtlarnir farnir.

Hæ hæ

Jæja, Pétur Geir fór í hálskyrtlatöku seinasta föstudag.  Aðgerðin gekk mjög vel en hann mun vera með verki í 10 daga.  Hann er á sterkjum verkjalyfjum sem hann tekur þrisvar á dag og svo aðeins mildari sem hann tekur líka þrisvar á dag.  Hann fær annsi mikla verki svona öðru hvoru en er annars þokkalegur.  Hann er skrækróma og andfúll, það eru nefnilega holur þar sem kírtlarnir voru sem munu koma til að lykta þar til holurnar lokast og þá hætta líka verkirnir.  En hann var rosalega slæmur á föstudaginn.  Vá maður!  Ég var sko alveg búin að gleyma því hvað hann er ROSALEGA leiðinlegur þegar hann er mikið veikur.  Alveg svona típískur karlmaður.  Reyndar var hann mikið kvalinn og fékk meira að segja tvisvar sinnum morfín.  Svo að gefa barni morfín þýðir bara að verkirnir séu miklir.  Svo svaf hann bara meirihluta föstudags og gat svo ekki beðið eftir að komast heim á laugardagsmorgni.  Hann stóð sig nú samt vel strákurinn minn.  Svo má hann bara borða kaldan og mjúkan mat og vitiði hvað?  Hann er búinn að fá nóg af ís.  Honum hlakkaði svo mikið til að geta borðað eins mikinn ís og hann gæti en það tók ekki langan tíma að fá nóg.  Hann hefur engan ís fengið sér í dag og bara einn í gær.  En hann á að vera heima í tvær vikur en sem betur fer er vetrarfrí í skólanum hjá krökkunum í næstu viku svo hann missir bara úr 7 daga.  En svo vonum við að þetta sé búið.  Alla vega verður ekki mikið um hálsbólgu.

Annars er bara nóg að gera í skólanum og það er kalt úti.  Það á meira að segja að verða mjög kalt um helgina og næstu viku og jafnvel snjóa.  En ég trúi nú ekki á snjóinn fyrr en ég sé hann. 

Jæja, nóg í bili.  Bið að heilsa,

Stella

P.S.  Dísa farðu nú varlega, þú þarft bara ekkert að fara út vertu bara inni. :) Ertu ekki alveg búin að fá nóg?  Seinustu dagarnir eru verstir.  En bara stunda nóg kynlíf, það kemur því af stað, alla vega var mér alltaf sagt það :) svo góða skemmtun og hafðu það gott elskan.

Með kveðju frá stóru systur.


Skóli og aðgerð.

Sæl öll sömul.  Ég nenni nú varla að gera þetta en það er ekkert annað sem ég nenni að gera heldur svo það er betra að gera þetta en ekki neitt.  Svo best að birta nokkrar fjölskyldufréttir.

Ég er byrjuð í skólanum aftur og það er bara alveg ágætt.  Það er nú ekki byrjað á fullu, svona ein til tvær kennslustundir á dag.  En fer fjölgandi strax í byrjun næsta mánaðar.  Annars er hver kennslustund 1 klukkustund og 40 mínútur.

Arnþór er núna búinn á námskeiðinu og kominn í tveggja vikna frí.  Sem hendar mjög vel núna þar sem Pétur Geir fer vonandi í aðgerðina á föstudag.  Hann, Pétur Geir, er núna búinn að vera hás í tvær vikur.  Með bólgna hálskirtla og enga rödd.  Þetta er alveg rosalegt að vera svona og fara alltaf versnandi.  Hann hefur ekki verið svona lengi í einu áður en eins og ég sagði þá versnar þetta alltaf.  Hann fer upp á spítala á fimmtudag í undirbúning og svo á aðgerðin að vera á föstudag.  Það er að segja ef læknirinn hættir ekki við aftur.  Nei hann gerir það ekki, ekki núna.  Strákurinn er búinn að vera það slæmur að það er ekki hægt að bíða með þetta lengur.  Svo næstu tvær vikurnar þar á eftir verða skemmtilegar eða þannig.  Seinast þegar þeir fóru á spítlana, Arnþór og Pétur Geir, þá sagði læknirinn að þetta yrði mjög vond í svona tvær vikur eftir aðgerðina.  Ég vona að það séu einhverjar ýkjur.  Annars er Arnþór heima fyrstu vikuna og viku tvö þá eru krakkarnir komnir í vetrarfrí svo stelpurnar verða að sjá um hann meðan við erum í skólanum.  Það á eftir að verða sögulegt.  Nei, það verður allt í lagi held ég.  Sáum bara til.

Annars er mest lítið að frétta, lífið gengur Maður vaknar, fer í skólann, heim, eldar kvöldmat og fer að sofa og svo byrjar allt aftur.  Það er bara ágætis veður hérna.  Við erum búin að vera að bíða eftir vetrinum en hann virðist ekki koma.  Alla vega ekki svona VETUR.  Það var smá kuldi í nokkra daga og frost nokkrum sinnum en ekkert af viti.  En rakinn er svolítið skrítinn.  Það er að segja okkur finnst það.  Við erum náttúrulega ekki von svona neinu.  En það er nú samt ekki eins kald og við áttum von á.  Það er einu sinni búinn að snjóa hjá okkur.  Reyndar var það nú varla snjór, það féll svona smá fönn.  Svona um það bil 1 cm.  Kannski tveir.  En ekki meira. 

Kerti eru reyndar alveg lífsnauðsynleg hérna.  Við kveikjum á kertum á hverjum degi og um allt hús.  Það hitar svo vel upp að kveikja á kertum.  Sérstaklega er það hugulegt hérna í stofunni.  Svo kertanotkun er mikil.  Reyndar keypti ég mér svona úti-kertaljósa-ker.  Það er svo sætt.  Það kom í Nettó um jólinn en ég tímti ekki að kaupa það fyrir 200 kr.  En svo var það komið í 75 kr. um daginn svo ég ákvað að skella mér á það.  Það er svo sætt.  Ég set bara venjuleg kerti í það og það logar í hvaða veðri sem er.  Ég setti fugl og köngla í það líka og ég er bara mjög ánægð með það.  Kannski ætti ég bara að taka mynd og setja inn?  ´Já, geri það.  Ég þarf líka að setja myndir af börnunum inn.  Svo ég held ég skelli mér bara í það.

Bið að heilsa öllum og hafið það sem best.

Stella 


Pétur Geir verður 14 ára á morgun.

Já, strákurinn er að verða 14 ára.  Svo fyrir nákvæmlega 14 árum var ég mjög upptekin við að þjást.  Ekki að það hafi ekki verið þess virði, en ótrúlegt hvað tíminn er fljóttur að líða. 

Við ætluðum að fara til Þýskalands og fá Fara á Supway.  Það er nefnilega ekkert Supway í Danmörku.  Sema er í sjálfu sér glæpur vegna þess að það er Supway í Afganistan og Írak en ekki í Danmörku, come on.  En aftur að afmælinu hans Péturs Geirs, við ætluðum sem sé til Þýskalands og fá okkur Sup og skoða Flensburg og fara svo og fá okkur pizzu í kvöld mat.  En elsku stóri drengurinn minn er veikur.  Ja, veikur og ekki veikur, hann er búinn að vera með hálsbólgu og hás alla vikuna.  Hann getur varla talað.  Síðan hætt var við að skera hann hefur hann verið svona alla vega 8-10 sinnum í 1-3 daga í senn.  Hann hefur ekki verið svona lengi svona mikið slæmur.  Svo ég vona að hann verði svona þar til á mánudag þegar hann kemst til læknis.  Það er ekki til neins að fara til læknis ef hann er ekki lengur slæmur í hálsinum og mállaus.

En þar sem hann er veikur verðum við að breyta planinu.  Við ætlum þess vegna að kaupa rif og grilla heima og spila og eiga góðan dag saman.  Það er ekki en búið að kaupa afmælisgjöfina hans, en það er í vinnslu.  Hann færi bara einn pakka frá okkur á morgun og einn frá Hrönn og Friðleifi og svo ekki meir.  En hann verður ánægður þegar hann loksins fær afmælisgjöfina.  Ég ætla ekki að segja hver hún er, hann stendur yfir mér nefnilega.  Hann ætlar sko ekki að fara að sofa fyrr en afmælisdagurinn hans er kominn og 14 ár síðan hann fæddist.  Hann fæddist nefnilega 24 mínútur yfir 12.  Svo það eru núna bara 6 mínútur þanngað til.  Svo tæknilega á hann afmæli núna.  Best að óska honum til hamingju og knúsa hann.

Búin að knúsa hann.

Jæja, Arnþór er að kalla.  Hann var að raka á sér hausinn og vill að ég leggi loka höndina á það.  Geri það fínt.  Svo bless í bili.

Stella


bloggi bloggi bloggi blogg

Jæja, þá er ég búinn í prófum, fékk 7 (sama og 8 á Íslandi) sem ég er sæmilega sáttur við svona miðað við allt saman.  Stella var í stærðfræðiprófi núna rétt áðan og gekk að hennar sögn "skít-sæmilega".  Núna er ekkert tölvuvesen lengur hjá henni og hún á bara eitt próf eftir, sem er á mánudaginn.  Þegar það er búið, verður hægt að slaka aðeins á.  Reyndar var þetta mjög þægilegt hjá mér, ég þurfti aðeins að segja frá verkefninu mínu, svara spurningum í 10 mínútum og halda "coolinu".  Þetta gekk eftir og ég var mjög kátur að hafa náð að klára þetta.

Við Stella skruppum til Þýskalands einn morguninn og versluðum aðeins inn og spöruðum okkur hellings pening með þessari ferð.  Það má segja að með því að kaupa 4-5 bjórkassa, þá sé ferðin búin að borga sig upp.  Sem dæmi má nefna að 3 kippur (18 flöskur) af pepsí max kosta 80 dkr í þýskalandi en hér fær maður ekki nema 4 flöskur fyrir sama verð.  14 flöskur í plús!!!  Alltaf að græða.

Krökkunum gengur ágætlega í skólanum en Pétur Geir er stundum að fá í hálsinn, vonandi fer þetta að verða búið.  Fyrr í haust átti að rífa hálskirtlana úr honum en læknirinn vildi bíða og sjá til hvort hann yrði ekki betri.  Mér finnst hann hafa verið nokkuð oft slæmur í hálsinum en það er vonandi að minnka.  Stelpurnar eru bara á fínu róli og það er varla nokkuð meira um það að segja.

Jæja, nú þarf ég að fara að finna stað þar sem ég get látið smyrja bílinn...einhvern ódýran og góðan.  Ekki veitir af að spara í kreppunni.  Nú hefur kólnað svolítið, oft talsvert frost á nóttunni þannig að ég hef þurft að grípa til sköfunnar.  Síðan hefur það verið svolítið lotterí hvort bíllin fari í gang þar sem rafgeymirinn er ekki alveg í besta formi.  En það stendur til bóta.  Ég hef nú samt getað reddað mér með hleðslutæki og hengt það á geyminn þegar frostið hefur verið sem mest.

En þegar öllu er á botninn hvolft, þá líður okkur ákaflega vel hérna, krakkarnir eru ánægð, sakna að vísu fólksins á Íslandi, en ánægð og við stefnum bara ótrauð áfram.


Nýtt ár og fyrsta prófið búið.

Hi hi alle samen.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gaman og gott.

Jæja, þá er fyrsta prófið mitt búið og tvö eftir.  En það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig.  Sko svona var þetta:

Tölvan mín dó í lok nóvember svo við vorum nauðbeygð að kaupa nýja tölvu.  Nú allt í lagi með það.  Keyptum acer í þetta skiptið með 4 GB RAM og 320 GB minni.  Svo ágætis tölva fyrir það sem ég þarf að nota hana í.  Ok, en auðvitað keyptum við ekki Office pakkan, en það fylgdi 30 daga reynslutími á pakkanum.  Það eru bara tvær vikur síðan við keyptum tölvuna, svo ekki var ég með neinar áhyggjur ekki einu sinni pælingar.  Ok, svo mætti ég í prófið í morgun, JÁ, á laugardegi af öllum dögum.  En hvað um það, í prófið mætti ég.  Og bara svo þið vitið, þá var þetta próf í Cost, Operations and Supply Chain Management, Viðskiptaútreikningur, nota þarf Excel í þessu prófi.  (Ég er rosalega lengi að koma mér að efninu, en...).  Prófið fór fram í aðalsal skólans, svona um 200 manns þar að taka próf og ég fór fremst, svo ég mundi ekki truflast af öðrum.  Ok, starta tölvunni og set af stað Excel, og viti menn, það var læst.  Já, það var ekk hægt að vinna á excel.  Því það var læst.  Ég panikaði algjörlega, vera með nýja tölvu og geta ekkert gert.  Ég held jafn vel að ég gæti ekki tekið prófið en kallaði samt á eftirlitsmanneskju, sem kallaði á IT specialist, tæknomann og ég fékk nýja tölvu.      En það tók nú samt soldinn tíma, um 40 mínútur svo þar af leiðandi náði ég ekki að klára prófið.  En það sem ég gerði gerði ég vel, auðvitað.  Svo þetta rettaðist nú allt saman, en vá hvað þetta var óþægilegt og rosaleg upplifun.

En Arnþór er búinn að setja inn nýjann Office pakka svo þetta á nú ekki að koma fyrir aftur.

Jæja, hvað annað?  Ég finn aldrei réttu merkin á þessari tölvu.  En nóg um tölvuna mína, nýju.Grin

Svo núna sit ég fyrir framan tölvu og sjónvarp, á laugardagskvöldi, með hvítvínsflösku og ekkert snack og slappa af fyrir næstu törn.  Stærðfræðipróf næsta föstudag, og rosaleg stærðfræði.  En það er bara að leggjast í bækurnar, bókina reyndar, og lesa yfir sig, af stærðfræði.  Það verður örugglega alveg rosalega gaman.

Reyndar áttum við alveg ágætis gamlárskvöld.  Danir kunna alveg að sprengja flugelda.  Og flugeldar eru margfalt ódýrari hér en á Íslandi.  Svo krakkarnir fengu sitthvorn pakkan og svo var keyptur einn stór og allir sprengdu villt og galið.  Það er meira að segja afgangur. 

Annars hafa það allir gott, nema Pétur Geir sem er enn einu sinni búinn að missa röddina.  En lagast dag frá degi.  Sigurbjörg var líka eitthvað slöpp í gær en fín í dag og Karen er alltaf jafn hraust.   

Nóg í bili. 

Bestu kveðjur,

Stella

 


Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum liðnar stundir.

Hæ hæ allir saman

Það er búið að vera það mikið að gera hjá okkur að við höfum bara ekki gefið okkur tækifæri til að setjast niður og blogga.  En ég ætla að stela nokkrum mínútum frá lærdóm til að setja inn nokkur orð.

Eftir viku á spítala var loksins komist að því hvað hrjáði mig.  Í aðgerðinni sem ég fór í í febrúar hefur taug verið skorin í sundur og hefur það verið stöðugt að valda mér sársauka og verkjum sem jukust alltaf.  en eftir stóran skammt af deyfilyfi sprautuðu beint í taugina þá hef ég bara ekki fundið fyrir neinu.  Fyrst á eftir vissi ég hreinlega ekki hvernig ég átti að haga mér.  Svo þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég haltraði ekki lengur þá áttaði ég mig á því hvað ég var orðin rosalega slæm.  En nú er þetta loksins búið eftir næstum 10 mánuði.

Við áttum góð jól og voru hér heima á aðfangadag.  Pakkarnir voru nú ekki eins margir og börnin eru vön en þau voru samt ánægð með það sem þau fengu.  Við borðuðum æðislegan forrétt með avacado, rækjum og reiktum laxi og í aðalrétt vorum við með íslenskt lambalæri sem tendó hafði komið með.  Það var æði.  Á jóladag fórum við svo til Nonna frænda og Sonju upp á Sjálandi,  rétt hjá Hróarskeldu.  Þar gistum við í tvær nætur og fórum inn í Kaupmannahöfn að skoða konungshöllina og kirkju og eitthvað fleirra.  Komum svo heim í gær og sitjum nú og reynum að læra.

Ég er að fara í fyrsta prófið 3 janúar.  Þarf að lesa tvær bækur, 300 og 600 blaðsíðna, fyrir það.  Gaman, gaman.

Svo það þýðir ekkert að hangsa svona, verð að snúa mér að bókunum aftur. 

Við þökkum fyrir þær jólagjafir sem við fengum.  Og jólakortin líka.

Eigið gott gamlárskvöld og gleðileg jól.

Þökkum gamalt og gott.

Stella og fjölskylda


Loksins komið skólanet.

jæja, þá get ég loksins komist á netið í skólanum.  Arnþór tók tölvuna mína í gegn of formataði hana, svo ég gat sett upp skólanetið.  Þannig að núna er ég í skólanum að skrifa nokkrar línur.  Búin að skoða öll blogg og blöðin og ekkert skemmtilegt í gangi.  Ekki það að það sé svo sem ekki nóg að frétta frá okkur, aldrei þessu vant.

Það var ekki teknir hálskírtlarnir úr honum syni mínum eins og átti að gera.  Skurðlæknirinn fannst þetta vera of mikil fljótfærni.  Hann sagði að þar sem við værum ný flutt hingað þá þyrfti líkaminn að aðlagast sýklaflórunni hérna og veðurfarinu líka.  Hérna er svo mikill raki í loftinu sem við erum ekki vön.  Svo það á að sjá til hvernig fer svona í 2 - 3 mánuði.  Reyndar er hann, það er Pétur Geir, ennþá veikur heima.  Hann er svo þegjandi hás að það er rosalegt.  Hann fór ekkert í skólann alla seinustu viku og svo á laugardaginn var hann bara góður en þegar hann vaknaði í gær, sunnudag, þá var hann svona rosalega hás og í morgun þá kom hann ekki upp orði.  En við ætlum með hann til læknis aftur á morgun.  En kannski þarf hann bara að þegja í nokkra daga.  Ekki að ég sé að kvarta undan því.  En við sjáum hvað gerist.  Enn alla veg verða kírtlarnir ekki teknir úr strax.

En við skelltum okkur í Ikea um helgina.  Og við komumst að því að Ikea er sko aðal staðurinn.  Þar hitti ég stelpu sem var með mér í barnaskóla ogvinkonu hennar sem ég hef hitt einhversstaðar, en mann ekki hvar.  Svo hittum við Hall og Steinunni og litla kút.  Og svo heyrðum við í alla vega tveimur íslenskum fjölskyldum í viðbót.  En að hitta einhvern eftir svo og svo mörg ár´og þar að auki í Ikea í Danmörku af öllum stöðum.  En ekki það að ef maður vill tala við íslendinga þá er bara að skella sér í Ikea eða Bilka.  Það er alltaf hægt að finna einhverja þar. LoL

Við fórum reyndar í Ikea til að kaupa rúm handa henni Sigurbjörgu.  Létum loksins verða af því.  Svo keyptum við líka sitthvora hilluna fyirr hana og Karenu.  Svo fór laugardagskvöldið og sunnudagurinn í að koma öllu fyrir og gera herbergin fín.  Það er líka allt annað að sjá þau, herbergin sko.  Sigurbjörg er alsæl með rúmið sitt.  Svaf vel og lengi í gær.  Það er fyrir öllu, að hún sé ánægð.

Jæja, það er að byrja fyrirlestur í Business Statistics svo ég ætla að kveða í bili.  Bið að heilsa.

Stella


Hæ!!!!!!!!!!!!

Hæ, þetta er Sigurbjörg, hvað seigist, ég seigi allt fínt.

Hvað er eiginlega að frétta frá íslandi, er krónan farin að styrkjast?

hvenær kemur eihver frá íslandi að heimsækja okkur? Ég sakkna allra vinkon u minna hvenær komið þið? Ég hlakka svo GEÐVEIGT til jólana W00t. Ég er Sick eða öllru heldur með hálsbólgu og er að drepast í hálsinum. Pétur Geir þarf að fara í aðgerð útaf því að það þarf að taka úr honum hálskirtlana (aumingja hann). Hann fær sammt að borða eins mikin ís og hann getur þegar hún er búin í aðgerðini.

Ok sakkna ykkar allra og vona að eihver muni koma í heimsókna en ættla að hætta að skrifa útaf því að ég þarf að fara bráðum að Sleeping og er orðin þreytt. love you all

KV: Sigurbjörg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband