29.9.2008 | 11:43
Prinsinn heim
Jæja, nú er prinsinn kominn heim eftir sjúkrahúsdvölina. Hann verður heima í dag og á morgun, en hann skreppur eitthvað í skólann á miðvikudaginn. Hann má ekki gera neitt sem getur valdið höggum á lifrina í ca 3 mánuði, þar með taldar íþróttir í skólanum. En hann má fara í sund og hjóla og þess háttar. Mamma ætlar að koma á miðvikudaginn og vera til halds og trausts rétt á meðan guttinn er að komast á sæmilegt ról. Það er nóg að gera hjá okkur Stellu í skólanum og við megum ekki við að missa meira úr skólunum okkar. Við erum bara fegin að hann skuli vera kominn heim og ekki meira slasaður en raun ber vitni.
kveðja
Arnþór
27.9.2008 | 16:00
Spítalalíf
Ohh, ég gæti grátið. Við vorum að borða morgunverð og bíða eftir að læknirinn kæmi til að útskrifa Pétur Geir en nei; það gerði hann ekki. Hann fær ekki að fara heim fyrr en á mánudag. Þeir vilja ekki taka áhættuna. Svo þetta er miklu meira heldur en maður gerir sér grein fyrir. Áverkar sem sjást ekki eru ekki eins afgerandi og þeir sem sjást. Og maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru miklir.
Ég veit ekki hvað Arnþór skrifaði um slysið en þessi reynsla er sú versta sem ég hef lent í. Ég mundi ekki óska neinu þess að lenta í þessu. Það er bara ekki hægt að lýsa því sem gerist þegar manni er sagt að barnið manns hafi lent í bílslysi. Sem betur fer þá var ég að fara til læknis þennan morgun og þess vegna var Arnþór enn heima. Ég veit ekki hvernig ég hefði höndlað þetta án hans. Karen kemur hlaupandi inn, grátandi, og segir að Pétur Geir hafi lent í bílslysi, Arnþór greip bíllyklana og við hlupum út og það án þess að loka einu sinni útidyrahurðinni. Greyið Karen að þurfa að lenda í þessu að horfa upp á bróður sinn og að þurfa að segja okkur þetta líka. En stelpan stóð sig alveg eins og hetja. Svo dugleg og sterk og gerði akkúrat það sem hún hefði átt að gera. Hún leit á bróður sinn og þegar fólk kom til að aðstoða hann þá fór hún strax heim til að láta okkur vita. Ekki nema ellefu ára og svona rosalega dugleg. Og þrátt fyrir að hún gréti þá héld hún ró sinni. En við vorum með hana hjá okkur allan daginn og pössuðum upp á að hún fengi ekki sjokk eftir á. Við erum líka búin að vera duglega að hrósa henni og tala við hana um þetta allt saman og ég held að eftirköstin verði engin hjá henni.
En aftur að Pétri Geir og slysinu. Á leiðinni á slystað þurfti Arnþór að vera með hausinn út um gluggan á bílnum þar sem rúðan var öll í móðu og að auki var sólin beint í augun á okkur. Svo hann sá ekkert út. Hann var líka alla leiðina að segja mér að slaka á, við vissum ekki hvernig staðan væri og við værum alveg að koma. En hann var alveg jafn skelfdur og ég, hann var kominn út á undan mér, en hann náði samt að vera rólegri. Slysið gerðis ekki nema svona 1 km í burtu og við eru varla mínútu á leiðinni en mér fannst það vera heil eilífð. Ég man þegar við beigðum út á vegin og sáum alla bílana stopp í kringum slysstaðinn þá var það samt svo lang í burtu. Þegar við komum svo til hans lá Pétur Geir vafinn í teppi og sagði; róleg. Hann var með fulla meðvitund og mér fannst eins og hann vildi bara helst standa upp. Og guð hvað sjúkrabílinn var lengi á leiðinni. En nágrannakona okkar sagði mér um kvöldið að hann hefði verið mjög fljótur að koma, svo þetta er mjög afstætt. Svo þegar þeirloksins komu þá fannst mér sem við færum aldrei af stað. En sem betur fer var það vegna þess að strákurinn var ekki það mikið slasaður. Hann er ekkert brotinn en með einn skurð og djúpar skrámur og núna er hann farinn að verða marinn út um allt, á hnéinu, kinnini, mjöðminni, bakinu, lærinu. Pétur Geir fann reyndar mest fyrir í maganum og vinstri fætinum og strax og við komum upp á sjúkrahús var komið með sónar til að skoða magan á honum, og einnig fótinn. Svo var hann sendur í sneiðmyndatöku og röngen. Það kom í ljós að hann var óbrotinn en blæðing í lifrinni. Það var saumaður saman skurðurinn á fætinum, ekki vel gert og hann mun fá lítið en ljót ör, (það var svo opið sárið).
Hann var settur á gjörgæslu og við vorum þar í einn sólahring. Þá var Pétur Geir fluttur á barnadeildina. En með stanslausa vakt. Hann mátti aldrei vera einn, þannig að ef ég þurfti að skreppa á klósettið þá varð ég að hringja á hjúkrunakonu til að sitja yfir honum á meðan. Svo á nóttinni þá sat yfir honum hjúkrunarkona þó að ég væri þar líka, en auðvitað er ég sofandi. Svo loksins á fimmtudag töldu þeir að mesta hættan væri liðin, eða alla vega fannst mér það, því þá gat ég farið fram án þess að hringja á einhvern til að sitja yfir honum og okkur var líka sagt að þá mætti hann fara fram úr og lappa um. En á fimmtudaginn var okkur líka sagt að þetta væri nú frekar alvarlegt, þetta er æðagúlpur i lifrinni og þeir halda að hann muni samt ekki springa, en samt gúlpur. Þessi gúlpur er frekar djúpt í lifrinni og þeir vilja vera alveg öruggir að ekkert gerist. Þeir eru líka búnir að vera annsi duglegir að taka blóð úr honum en það hefur verið gert reglulega á tíma fresti til þar til á fimmtudag en þá var það bara tvisvar á dag. Og blóðþrýstingurinn hefur verið mældur í honum á fjagra tíma fresti fram á fimmtudag, þá þrisvar á sólahring og svo núna bar tvisvar á dag. En sem sé á fimmtudeginum var okkur sagt að hann yrði hér þar til á mánudag eða þriðjudag og þyrfti þá að vera heima í 1-2 vikur, og eftir það mætti hann kannski fara í skólann í svona tvo tíma á dag í viku og svo að lengja það smá saman. En mesta hættan eftir fyrstu vikuna væri fyrstu fjórar vikurnar. Og svo að þetta yrði ekki komið í lag fyrr en eftir fimm 5 mánuði. Sem sé engar íþróttir eða hjólahopp og það sem verra er engin slagsmál við stelpurnar. Rosalega á hann eftir að vera leiðinlegur við þær þennan tíma og guð hvað hann fær að kenna á því þegar þessi tími er liðinn, þær munu njóta þess að hefna sín þegar hann þarf ekki lengur að vera pakkaður inn í bómull. En það er raunverulega það sem þarf að gera við hann næstu mánuði. Það gæti verið nóg að reka olbogan í hann til að allt færi af stað og við viljum það ekki. Svo næstu mánuðir verða skemmtilegir. Ja, við munum alla vega ekki fara mikið í vetrarfríinu. En þegar skaðinn var samt ekki alvarlegri en þetta þá er maður þakklátur.
En svo í gær, föstudag, kom enn annar læknir sem sagði að við mundum fara heim á morgun, í dag. Þetta liti allt vel út og allar blóðprufur fínar og allt í lagi. Svo auðvitað vorum við alveg alsæl yfir því að fara loksins heim, en nei. Í dag kom svo yfirlæknirinn sem hefur ekki verið á staðnum og hann sagði að hann vildi halda honum inni þar til á mánudag, einnig sagði hann að það væri ekki mikið um svona lifraskaða í Danmörku svo þekkingin á þeim er ekki mikil og því leita þeir til Ameríku og gera eins og þeir gera þar, að halda sjúklingnum á spítala í viku til að fylgjast með og taka fullt af blóðprufum. Svo þeir vilja vera alveg öruggir. Sem ég get nú ekki annað en verið þakklát fyrir. Því ef eitthvað gerist þá erum við á öruggasta staðnum. Svo við láttum okkur bara hlakka til helgarinnar og bíðum núna eftir að Arnþór og stelpurnar komi í heimsókn til okkar. Þau ætla að koma með hamborgara og við ætlum að borða saman í fyrsta skiptið í viku. En núna ætla ég að hætta í bili, ég á eftir að læra brjálæðislega mikið og ég þarf að auki að fara með strákinn í göngutúr. Oh, og ef þið eruð að pæla þá er ég búin að vera með honum hér síðan á þriðjudagsmorgun, Arnþór tók fyrstu nóttina, og ég fékk líka smá frí á fimmtudaginn þegar Arnþór leysti mig af en hann hefur þurft að vera í skólanum. En það var auðveldara fyrir mig að missa úr þessa viku og því gerði ég það, eins gæti Arnþór engan veginn sofið í þessum litla bedda svo ég er hér. En það er líka allt í lagi, ég vil vera hér.
Stella26.9.2008 | 08:51
Slys
Á síðasta mánudag vildi svo leiðinlega til að Pétur Geir varð fyrir bíl þegar hann var að hjóla í skólann. Hann slasaðist ekki mikið, bara einn skurður á hnénu en svolítil innvortis meiðsl. Hann meiddi sig aðeins í lifrinni og hefur verið á spítalanum út af því.
Hann er mjög lemstraður en ber sig rosalega vel. Hann var ofboðslega heppinn að slasa sig ekki meir. Hann fær að koma heim á morgun, en út af þessu slysi höfum við ekki verið neitt að blogga eða gera neitt annað merkilegt. Strákgreyið má ekki fara í leikfimi í skólanum í 5 mánuði og þarf að vera heima í a.m.k. viku eftir að hann kemur heim. Eftir það má hann fara í 1 eða 2 tíma í senn. Hann þarf að taka því rólega og má ekki vera í neinu þar sem högg geta komið á lifrina.
Sem betur fer er vetrarfrí framundan þannig að þetta ætti að vera bærilegt fyrir okkur og hann.
kveðja, Arnþór
12.9.2008 | 22:33
Eitthvað smávegis!
Hæ allir saman
Klukkan er alveg að verða 12 á miðnætti á föstudagskvöldi. Ég sit hér í stofunni og horfi á South Park, með öðru auganu, með Pétri Geir. Síðasta vika er búin að vera allt annað en skemmtileg. Ég er búin að vera veik alla vikuna, fárveik meira að segja. Ég gat ekk lyft höfðinu af koddanum í fjóra daga. Ég held ég hafi bara aldrei verið svona mikið veik svona lengi. En í gær fór ég loksins af stað, setti í tuttugu þvotta vélar og varð náttúrulega kalt svo að í dag er kvefið komið aftur og aðrar tuttugu vélar af þvotti.
Verst var að krakkarnir byrjuðu í fyrradag og voru öll heima veik í dag. En sem betur fer er komin helgi og við getum verið heima í rólegheitum. Við ætlum öll að vera tilbúin til að fara í skólann á mánudaginn.
Ég er búin að vera á fullu í allan dag. Ég er alla vega búin að tæma 6 kassa, setja í 4 kassa, hengja upp myndir og snaga, og korktöflur, ryksuga og moppa, hengja upp þvott, brjóta saman og setja inn í skápa. Búin að hringja þrisvar til Íslands, fá eitt símtal frá Íslandi, eitt frá Arnþóri til mín og tvö frá mér til hans.
Annars er netfangið okkar að breytast. Við erum ekki komin með ný en þau gömlu verða óvirk frá og með mánudeginum. Við erum reyndar með hotmail netföng en við erum ekki viss hvort við munum nota þau eða önnur. En við látum ykkur vita um helgina.
Annars hafa það bara allir gotteða þannig . Nú er líka kominn tími til að koma sér í bælið. Vonandi hafa allir það gott og eru við góða heilsu.
Heyrumst
Stella
P.s. Nýjar myndir koma inn á morgun.
5.9.2008 | 20:59
Den gamle by og miðaldir
Hæ aftur
Laugardagskvöld, sit við sjónvarpið með hálsbólgu og nefrennsli. Arnþór er í símanum að tala við Snorra frænda, stelpurnar farnar að sofa og Pétur Geir í tölvunni sinni. Svo hvað á ég annað að gera en blogga.
Mig langaði að segja ykkur frá stað sem við fórum á fyrir þremur helgum síðan. Það er staður sem heitir ,,Den gamle by og er í Árhúsum. Þetta er svona eins og Árbæjarsafn bara miklu stærra. Við fórum þangað einn sunnudaginn og áttum alveg yndislegan dag. Krökkunum fannst þetta alveg æðislega gaman líka. Þau fóru í hestvagnaferð sem þeim fannst alveg æðisleg þrátt fyrir að hún hafi bara tekið um 5 mínútur. En þau voru ánægð. Það var rosalega gaman að sjá t.d. vinnustofu ljósmyndara, klæðskera og prentara. Eða leikföngin maður, vá. Járnsmiður var þar einnig og fólk gekk um klædd í fatnað eins og fólk var í á 18. öld. Þar fengum við líka þann besta brjóstsyk sem við höfum nokkurn tíma smakkað. Reyndar erum við á því að þetta sé must to see staður fyrir gesti. Um jólin er víst líka alveg æðislegt að fara þanngað, jólastemming eins og hún var á fyrri öldum. Við ætlum sko alveg örugglega að fara, vonum bara að við verðum með einhverja gesti sem hægt er að taka með.
Svo um seinustu helgi var Miðaldarhátíð í Horsens. Það var líka rosalega gaman að sjá það. Fullt af fólki klædd í föt frá þeim tíma og rosalega mikil verslun. Sko í kringum hátíðina. Þarna var fólk alstaðar að úr heiminum og allir klæddir upp. Þetta var virkilega gaman. Verslunarbásar allstaðar með vörur og mat eins og tíðgaðist á þessum tíma. Þetta var bara eins og lífstíll hjá sumum. Það voru meira að segja burtreiðar. Við erum búin að ákveða að sauma búninga fyrir næsta ár. Svo við verðum öll klædd eins, til að passa inn í. Pétur Geir var svo ánægður með þessi áform okkar, or not. Sokkabuxurnar höfðuðu ekki beint til hans.
Á morgun förum við til Skandeborgar sem er hérna rétt hjá. Þar er mikill markaður á morgun og við ætlum auðvitað að mæta. Allar verslanir verða með mikla afslætti og svo er auðvitað flóamarkaður. Þetta er haldið á aðalgötunni í Skandeborg og mikill fjöldi fólks sækir þennan markað árlega, þetta er í 24. skiptið sem hann er haldinn. Einnig er í þessari viku í Árhúsum sérstök Festeuge sem er nú aðalega ætluð börnum og unglingum. Það er alltaf eitthvað í gangi.
Á sunnudaginn förum við svo í kirkju. Já, við ætlum í danska kirkju með börnin. Reyndar gerum við það ekki alveg ótilneydd. Pétur Geir á að fermast í vor og þetta er byrjunin á fermingarundirbúningnum. Þetta verður reynsla, jafnvel skemmtileg reynsla.
Jú, ég verð nú að segja frá því að fyrir tveimur helgum komu Lauga og Öddi í heimsókn. Það var æðislegt að fá þau. Krakkarnir voru rosalega spenntir og þau voru nú ekki neinir englar meðan afi og amma voru hér. En það var rosalega gott að þau skyldu koma. Svo er Nonni að koma á mánudaginn og mun gista allavega eina nótt. Nonni er bróðir Ödda og hefur hann búið í Danmörku í, ja um 10 ár. Arnþóri hlakkar mikið til og okkur hinum líka, auðvitað. Það er alltaf gaman að fá gesti.
Jæja, ætli þetta sé ekki nóg í bili. Næst ætla ég aðeins að segja ykkur frá skólanum mínum. Hann á eftir að vera erfiður.
Kveðjur til allra.
Stella3.9.2008 | 20:05
Skólinn byrjaður.
Jæja, loksins. Ég er alveg rosalega léleg í þessu bloggi. En nú ætla ég að skrifa nokkrar línur svona til að uppfæra stöðuna aðeins.
Við erum bæði byrjuð í skólanum og það er bara rosalegt. Þetta er önnur vikan hans Arnþórs og hann er alveg á fullu í verkefnavinnu. En það var nú ekki svoleiðis hjá mér. Fyrsta vikan var seinasta vika og þá var bara skyldufyllerý í skólanum. Alveg rosalegt. Það var svokölluð kynningarvika og það er bara klár skemmtun og vitleysa. En það var alveg rosalega gaman. Það eru fjórir íslendingar í bekknum, og þó nokkrir í skólanum. En aldurskiptingin er nokkuð önnur en ég hefði haldið. Bara ungt fólk. Ja, næstum því.
En svo í vikunni byrjaði allt saman á fullu. Þetta á eftir að vera rosalega erfitt, bækurnar stórar og margar og öll kennsla fer fram í fyrirlestrarformi. En þó að þetta verði erfitt verður það örugglega gaman. Svo áfram ég.
Krakkarnir eru líka ánægðir. Þetta er reyndar erfitt hjá þeim en þau eiga eftir að klára sig. Karen segist vera farin að skilja sumt og segja eitt og eitt orð í skólanum. Ég er svo ánægð með það. Auðvitað er ekkert auðveld að sitja í kennslu og skilja ekki orð. En ég hef trú á krökkunum mínum, ég veit hvað klár þau eru og dugleg. Við þurfum bara að fylgjast vel með þeim og hjálpa þeim þegar þess þarf.
Reyndar er fundur á mánudag í skólanum með kennurum þeirra til að ræða hvernig þau hafa það og hvernig gangi. Það verður gaman að sjá hvað kennararnir segja.
Jæja, þetta er nóg í bili. Reyni að skrifa fljótt aftur.
StellaUm bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar