Sitt lítið að hvoru.

Vá, hann á sko að leggja  þetta fyrir sig maðurinn.  Þetta virðist vera honum eðlislegt að blogga svona, og húmorinn maður, ég er búin að liggja hér í krampa við  lesturinn.  Ég ætti bara að hætta þessu og láta hann taka þetta að sér.  Nei, tími því ekki.  En  hann fær að skrifa svona öðru hvoru.

En ég er loksins búin að fá svar frá skólanum, já og auðvitað komst ég inn.  Ég meina; hvað annað?  En nú bíð ég bara eftir að fá að vita hvenær ég byrja og allt þetta en nú er ég sem sagt orðin háskólanemi.  Þetta er nú svolítið skrýtið, ég er sko ekki alveg farin að sjá mig fyrir mér í háskóla en hlakka samt rosalega til.  Þegar við fórum að versla á laugardaginn þá sáum við skólann svo núna veit ég hvar hann er.  Núna þarf ég bara að skoða leiðina frá lestarstöðinni upp í skóla.  Til að sjá hvort ég hjóli þá leið ekki bara.  Við Arnþór ætlum að fara í það þessa viku og einnig að skoða hvernig hann kemst í sinn skóla.  Reyndar stakk hann Pétur Geir upp á því um daginn að við mundum skella okkur til Árhúsa í lest með hjólin og hjóla þar um.  Frábær hugmynd.  En Arnþór á bara ekki hjól.  Það er voðalega vont, en við erum að reyna að finna hjól fyrir hann og ég vona að það gangi.  það er eiginlega nauðsynlegt fyrir hann að vera með hjól líka eins og við.  Það eru allir á hjólum hér.

En það er eitt sem ég hef tekið eftir sem er alveg stórfurðulegt.  Danir ganga um skólausir.  Þeir eru ekki í skóm.  Við tókum fyrst eftir þessu á lestarstöðinni í Árhúsum er við sáum konu í dragt lappa inn skólausa, hún helt ekki einu sinni á skóm.  Síðan þá höfum við séð fullt af fólki, reyndar aðalega konum, lappa um skólausar.  Bæði í miðbæ Árhúsa, í  verslunum og bara alls staðar.  Ég gæti ekki hugsað mér að lappa svona um allt bara á tánum, ætli þetta sé veiki?  Skrítið.

Ég hef annars farið annsi mikið í lest og strætó hér.  Á þessu þremur vikum hef ég farið oftar í strætó hér en ég gerði heima á Íslandi.  En samt ekki þurft að bíða eins lengi eins og ég þurfti alltaf á Íslandi.  Ef ég tók strætó þar var alla vega 20 til 30 mínútna bið en hérna þurfum við varla að bíða.  Reyndar gekk mikið á þegar við krakkarnir fórum ein, ætluðum aldrei að finna strætóstöðina og strætóinn en það tókst á endanum.  En við skemmtum okkur bara mjög vel þennan dag og afmælisbarnið var ánægt með Hannha Montana dótið sitt, svo það var fyrir öllu.  En ég sé samt eftir því að hafa sleppt sundlauginni.  En maður er að reyna að vera smá hagsýnn.  Það er líka margt nauðsynlegra sem okkur vantar en sundlaug.  Eitt af því er sófasett.  Það er ekki þægilegt að sitja í útilegustólum alla daga.  En við þraukum. :)

Klukkan er núna níu að morgni, ég er búin að vera hér niðri í klukkutíma en allir eru sofandi ennþá.  Það rignir, vindurinn er kaldur og engir iðnaðarmenn úti.  Svo það er algjör kyrrð.  Það er þannig á kvöldin hér líka, maður er eins og Palli ein í heiminum.  Það er svo rólegt, eins og að vera í sveit.  En það á nú eftir að breytast þegar fleirri flýtja inn en núna þá njótum við þess bara.

Við vorum reyndar að hugsa um að fara og kaupa gardínur í dag.  Það er svo stórir gluggar í stofunni og eldhúsinu og nauðsynlegt að fá gardínur.  Það verður brjálæðislega heitt þar inni ef við höfum ekkert fyrir gluggunum og ólíft þar inni.  Núna notum við lök en jaa, ekki sérlega hugulegt.

En í heildina séð þá erum við bara ánægð.  Krakkarnir líka.  Þau byrja í skólanum næsta mánudag og þeim hlakkar bara til.  Auðvitað er kvíði líka en það er nú ósköp eðlilegt.  Ég verð að segja ykkur svolítið um stelpurnar mínar.  Núna eru þær með sitt hvort herbergið sem hefur verið draumur þeirra lengi.  Það eru óteljandi tárin og öskrin sem hafa gerst vegna skorts á sitthvoru herberginu og alls konar hótanir hafa flogið á milli þeirra.  En núna þegar draumurinn hefur loksins ræst þá sofa þær samt saman í herbergi.  Fyndið.  Þær hafa aldrei verið einar í herbergi fyrr en nú svo þPær eru algjörlega óvanar og þetta virðist ætla að taka einhvern tíma.  Reyndar fylltist rúmið okkar í fyrrinótt þegar þrumur og eldingar gengu hér yfir, engar smáræðis þrumur.  Pétur Geir kom nú bara til að vekja mig en stelpurnar fóru ekkert aftur (Arnþór svaf þetta allt af sér).  Svo í gærkvöldi kom ekki til greina fyrir sumar að vera einar í herbergi og þær sváfu saman í rúminu hennar Karenar.  Þessi börn, þau eru yndisleg.  Ég heyri reyndar að þær eru vaknaðar núna en ekki komnar niður.

Annars vildi ég þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar.  Það er yndislegt að fá svona kveðjur, að vita að það sé hugsað til manns.  þegar við fáum síma munum við hringja.  En þanngað til bið ég að heilsa ykkur öllum.

Stella

 


Búin að taka út Þýskaland

Við gerðum það víðeist um helgina, við skruppum til þýskalands á þessari ágætu frönsku bifreið af Peugeot gerð, á verði sem kom á óvart.  Við skruppum til Þýskalands til að athuga verð og gæði hjá þarlendum nýlenduvöruverslunum.  Það kom okkur ekki á óvart að öl og gos var töluvert ódýrara hjá dolla frænda heldur en hjá frændum vorum dönum.  Og ekki kom það á óvart að börnun þurftu að sitja á kössum af kóki og bjór til að komast heim til sín.  Foreldrarnir sátu sponskir fram í og létu sig hlakka til kvöldsins að smakka á góssi dagsins.  Við skruppum nebblinlega í skandineivían park og létum greypar sópa um hillur og handraða.  Aumingja bíllinn var farinn að kvarta þegar dekkinn voru farin að skrapa brettin að innan.  Það er víst töluvert ódýrara að bregða sér suður fyrir landamærin og fá sér öl og gos heldur en að versla það af innfæddum  hér.  Þar sem bíllinn okkar var ekki með krók, þá gátu við ekki tekið með okkur kerru, eins og venjan er víst hér.  Þess í stað þurftu krakkarnir að sitja á royal export og nicolina lemonade og láta sér það að góðu lynda.  Þegar við höfðum verlsað nægu okkar í skandineivían park, þá skruppum við aðeins til flensborgar til þess eins að geta sagst hafa farið til Þýskalands.  Það var mjög gaman að koma þangað þar sem það var meira svona evrópulegra heldur en miðborg HÖRNING.  Aðeins meiri heimsborgarabragur á flensborg, eða þannig sko!!  Hins vegar þurfum við að fara þangað á MISSJÓN, það er að fara þangað niður eftir og vera búin að ákveða að kíkja á ákveðna staði.  Þangað til....Njótið vel.

Kveðja, Arnþór


Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Ágúst 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband