19.3.2009 | 11:47
Frosin vínber og súkklaði.
Hæ
Nú er ég á fullu að læra fyrir próf sem ég fer í um helgina í Statistics eða Tölfræði. Hlakka ekki neitt rosalega mikið til en...
Annars er allt gott að frétta. Fórum í foreldraviðtal hjá Sigurbjörgu í gær og fengum mjög góða umsökn um hana, eins og alltaf. Eina sem er svolítið vandamál er að hún er of róleg. já, of róleg. Hún á að láta heyra meira í sér og láta fara aðeins meira fyrir sér. En annars hefur henni farið vel fram í dönsku og kennararnir eru ánægðir með hana.
Pétur Geir fékk loksins leyfi til að byrja aftur í leikfimi eftir bílslysið og var ekkert smáræðis ánægður með það. En viti menn, í öðrum tímanum þá voru þeir í körfubolta og stökkva á stökkbretti og minn maður meidist í baki. Hann er búinn að vera afskaplega slæmur og átt í hinum mestu erfiðleikum með að ganga. En hann er nú samt aðeins að skána. Það á ekki af honum að ganga greyinu. Ég er virkilega að hugsa um að pakka honum í bómul, það er að segja meiri en hann hefur verið í seinustu fimm mánuði.
Karen er bara eins og hún er, glöð, hress og stjórnsöm. Og dugleg að læra heimavinuna sína.
Súkklaði er eitt af því sem maður kaupir ekki mikið af hér í Danmörku. Það er svo rosalega dýrt. Eitt mars kostar 280 kr. svo við kaupum bara svoleiðis í Þýskalandi en núna er ég búin að finna frábært piparmyndu súkklaði í Netto. Næstum eins gott og pipp og mjög ódýrt. Heil plata kostar ekki nema 120 kr. Það var sko kominn tími til að fá almennilegt súkklaði hér. Reyndar er allar búðir að fyllast af einhvers konar páskaeggjum. Mér líst nú ekkert á þau en þar sem við fáum ekki Nóa Páskaegg þá verðum við að finna okkur eitthvað. Kannski fáum við okkur bara frosin vínber í staðin. Já, frosin vínber. Ég komst að því um daginn að þau væru bara rosalega góð. Sá það í þætti hjá Rachel Ray að vínber væru fryst svo ég ákvað að prufa. Þetta er bara rosalega gott. Svona eins og frostpinni, eða vínberjafrostpinni. Ég ráðlegg ykkur að prufa. Svo borðar maður þau frosin beint úr frystinum. Algjört sælgæti. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Jæja, krakkarnir fara að koma heim úr skólanum svo ég ætla að halda áfram að læra á meða færi gefst. Bið að heilsa og hafið það gott.
Stella
P.S. Það er komið vor í Danmörku. :) Glambandi sól og blíða.
8.3.2009 | 17:57
Nýjar myndir.
Setti inn myndir eins og ég lofaði.
Stella
8.3.2009 | 17:18
Komin í samband við umheiminn.
Jæja, við fengum netið aftur í samband á föstudaginn, svo það tók ekki eins langan tíma og það hefði getað tekið.
Annars er bara allt gott af okkur að frétta. Farið að hlýna úti og blóm farin að vaxa. Við vorum í göngutúr, öll fjölskyldan. Okkur tókst með harmkvælum að draga krakkana með og tókum alveg klukkutíma göngu. Reyndar settumst við inn á grillhúsið hérna uppfrá og fengum okkur að borða og bjór, auðvitað :). En sko það er ekki inn í þessum klukkutíma. Og hvað haldið þið; við hittum íslending. Fyrsta skipti sem við hittum íslending hér i Hörning. Við vorum að borða og hann lappaði fram hjá okkur og sagði: verði ykkur að góðu.. Svo fyndið, hann er einn af þeim sem hefur flúið Ísland út af kreppunni. Vinir hans voru í hláturskasti meðan við vorum að tala saman, fannst víst íslenskan svona fyndin. En eins og sagt er; það eru íslendingar alls staðar.
Annar er svo sem ekki mikið annað að frétta. Arnþór og Pétur Geir fóru til Þýskalands í gær að versla. Það er nefnilega ansi margt sem er mikið ódýrara en hér í Danmörku, sérstaklega með öllum sykursköttunum sem þeir eru með hér. Við ætlum að fara öll til Þýskalands fljótlega til að fara á Supway. Við söknum öll Supway, og KFC. Ekki það að við höfuð farið oft en þegar maður hefur ekki valkostinn að fara þá saknar maður þess. Reyndar voru hamborgarnir á þessu grillhúsi sem við vorum á bara mjög góðir. Meira að segja sósan á hamborgarana. Sem kom mjög á óvart. Við fórum reyndar á KFC í Köpen um jólin en það var langt því frá að vera eins gott og á Íslandi. En ég ætlaði nú ekki að tala um skyndibita.
Ég ætla að setja inn nokkrar myndir af krökkunum. Pétur Geir og Karen Guðlaug voru að fá ný gleraugu. Það er sko dýrara hér en á Íslandi. Þau eru svo flott með nýju gleraugun. Það var annsi mikil breyting á sjóninni hjá þeim. Hún versnar alltaf. Pétur Geir er að verða jafn slæmur og ég fyrir utan sjónskekkjuna. Ég lét líka athuga sjónina í mér. Og eins og ég vissi hefur hún breyst rosalega mikið. Ég er byrjuð að fara niður (um 2) en með aukna sjónskekkju, svo ég þurfti að fá ný gleraugu líka. Þar sem ég er með tvöföld gler þá er það geðveikislega dýrt. Það lág við að ég hætti við, en þar sem sjónin er orðin svo breyt þá varð ég að fá ný gleraugu. 9000 DDK sem svarar um 180 þúsund íslenskum krónum. Ég mundi geta keypt gleraugu fyrir okkur öll fyrir það á íslandi. Alla vega var það þannig hvernig það er eftir að kreppan byrjaði er ég ekki viss.
Jæja, best að hætta þessari vitleysu, setja in nokkrar myndir og halda áfram að læra.
Bið að heilsa.
Stella
5.3.2009 | 11:37
Internetleysi til 11 mars
Síðasta þriðjudag vaknaði ég eins og margir aðrir við vekjaraklukkuna. Ég fór í skólann, kláraði daginn, kom við í bankanum að borga reikninga og kom svo heim. Þá beið þar eftir mér miði sem sagði að einhver gæi hefði komið við og lokað fyrir breiðbandið hjá okkur. Ég hringdi alveg vitlaus í internetfyrirtækið og talaði þar við einhvern sem sagði að það væri ekkert mál að redda þessu, bara að faxa kvittunina fyrir greiðslunni og málið dautt. En ekki aldeilis!!! Ég faxaði kvittunina og þá kom í ljós að það tæki ca 10 daga að tengja aftur og það kostaði ca 1000 kall danskar. Mér varð skyndilega mjög illt í rassgatinu og ekki bætti það úr skák að þetta símasvörunarfólk sá ekki hvort ég hafði faxað eða greitt. Ég var orðinn verulega brjálaður og svekktur út í þetta skriffinnskukerfi sem hefði sómað sér mjög vel í gömlu sovétríkjunum. En svo núna rétt áðan hringdi ég í internetið aftur og var öllu rólegri. Með smjaðri, skjalli og fögrum orðum fékk ég stúlkuna til að fá þá eftir helgi að tengja og hún lofaði mér því að það yrði komið aftur á í síðasta lagi 11. mars.
Það er svo sem allt í lagi að vera internetlaus....en það er verra að vera símalaus og sjónvarpslaus í þokkabót þar sem við notum breiðbandið fyrir það líka. En sem betur fer erum við ekki alveg sambandslaus við umheiminn þar sem GSM virkar alveg ágætlega.
Með kveðju, Arnþór
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar