Heilsan að skána og heimsókn yfirvofandi

Góðir hálskirtlar

Nú er Pétur Geir orðinn MIKLU betri í hálsinum....Þessi hálskirtlataka virðist hafa gert sitt gagn, því hann hefur ekki orðið var við hæsi eða óþægindi í hálsinum (fyrir utan þessi sem eiga að vera).  Hann hefur verið svakalega duglegur að borða ís og nú er svo búið að hann er búinn að fá leið á ís....hvernig svo sem það er hægt??????  En nú er þetta að verða búið og hann er allur að braggast.

Á morgun byrja ég aftur í skólanum eftir langt og erfitt frí.  Það er alveg ljóst að það verður ekkert grín að vakna kl 6 í fyrramálið til að ná rútunni til Horsens.

Mamma ætlar að kíkja í heimsókn á morgun og ætlar að vera nokkra daga með krökkunum á meðan þau eru í vetrarfríi.  Krakkarnir eru svakalega spenntir að fá ömmu sína í heimsókn, sérstaklega vegna þess að það er von á Cocoa Puffsi frá Íslandi.

Stella er á fullu í skólanum og ætti loksins að geta einbeitt sér að honum án þess að heilsuvesen í krökkunum og fleirum sé að trufla.

En látum þetta duga í bili.  kveðja, Arnþór


Hálskyrtlarnir farnir.

Hæ hæ

Jæja, Pétur Geir fór í hálskyrtlatöku seinasta föstudag.  Aðgerðin gekk mjög vel en hann mun vera með verki í 10 daga.  Hann er á sterkjum verkjalyfjum sem hann tekur þrisvar á dag og svo aðeins mildari sem hann tekur líka þrisvar á dag.  Hann fær annsi mikla verki svona öðru hvoru en er annars þokkalegur.  Hann er skrækróma og andfúll, það eru nefnilega holur þar sem kírtlarnir voru sem munu koma til að lykta þar til holurnar lokast og þá hætta líka verkirnir.  En hann var rosalega slæmur á föstudaginn.  Vá maður!  Ég var sko alveg búin að gleyma því hvað hann er ROSALEGA leiðinlegur þegar hann er mikið veikur.  Alveg svona típískur karlmaður.  Reyndar var hann mikið kvalinn og fékk meira að segja tvisvar sinnum morfín.  Svo að gefa barni morfín þýðir bara að verkirnir séu miklir.  Svo svaf hann bara meirihluta föstudags og gat svo ekki beðið eftir að komast heim á laugardagsmorgni.  Hann stóð sig nú samt vel strákurinn minn.  Svo má hann bara borða kaldan og mjúkan mat og vitiði hvað?  Hann er búinn að fá nóg af ís.  Honum hlakkaði svo mikið til að geta borðað eins mikinn ís og hann gæti en það tók ekki langan tíma að fá nóg.  Hann hefur engan ís fengið sér í dag og bara einn í gær.  En hann á að vera heima í tvær vikur en sem betur fer er vetrarfrí í skólanum hjá krökkunum í næstu viku svo hann missir bara úr 7 daga.  En svo vonum við að þetta sé búið.  Alla vega verður ekki mikið um hálsbólgu.

Annars er bara nóg að gera í skólanum og það er kalt úti.  Það á meira að segja að verða mjög kalt um helgina og næstu viku og jafnvel snjóa.  En ég trúi nú ekki á snjóinn fyrr en ég sé hann. 

Jæja, nóg í bili.  Bið að heilsa,

Stella

P.S.  Dísa farðu nú varlega, þú þarft bara ekkert að fara út vertu bara inni. :) Ertu ekki alveg búin að fá nóg?  Seinustu dagarnir eru verstir.  En bara stunda nóg kynlíf, það kemur því af stað, alla vega var mér alltaf sagt það :) svo góða skemmtun og hafðu það gott elskan.

Með kveðju frá stóru systur.


Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Feb. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband