24.11.2008 | 14:40
Loksins komið skólanet.
jæja, þá get ég loksins komist á netið í skólanum. Arnþór tók tölvuna mína í gegn of formataði hana, svo ég gat sett upp skólanetið. Þannig að núna er ég í skólanum að skrifa nokkrar línur. Búin að skoða öll blogg og blöðin og ekkert skemmtilegt í gangi. Ekki það að það sé svo sem ekki nóg að frétta frá okkur, aldrei þessu vant.
Það var ekki teknir hálskírtlarnir úr honum syni mínum eins og átti að gera. Skurðlæknirinn fannst þetta vera of mikil fljótfærni. Hann sagði að þar sem við værum ný flutt hingað þá þyrfti líkaminn að aðlagast sýklaflórunni hérna og veðurfarinu líka. Hérna er svo mikill raki í loftinu sem við erum ekki vön. Svo það á að sjá til hvernig fer svona í 2 - 3 mánuði. Reyndar er hann, það er Pétur Geir, ennþá veikur heima. Hann er svo þegjandi hás að það er rosalegt. Hann fór ekkert í skólann alla seinustu viku og svo á laugardaginn var hann bara góður en þegar hann vaknaði í gær, sunnudag, þá var hann svona rosalega hás og í morgun þá kom hann ekki upp orði. En við ætlum með hann til læknis aftur á morgun. En kannski þarf hann bara að þegja í nokkra daga. Ekki að ég sé að kvarta undan því. En við sjáum hvað gerist. Enn alla veg verða kírtlarnir ekki teknir úr strax.
En við skelltum okkur í Ikea um helgina. Og við komumst að því að Ikea er sko aðal staðurinn. Þar hitti ég stelpu sem var með mér í barnaskóla ogvinkonu hennar sem ég hef hitt einhversstaðar, en mann ekki hvar. Svo hittum við Hall og Steinunni og litla kút. Og svo heyrðum við í alla vega tveimur íslenskum fjölskyldum í viðbót. En að hitta einhvern eftir svo og svo mörg ár´og þar að auki í Ikea í Danmörku af öllum stöðum. En ekki það að ef maður vill tala við íslendinga þá er bara að skella sér í Ikea eða Bilka. Það er alltaf hægt að finna einhverja þar.
Við fórum reyndar í Ikea til að kaupa rúm handa henni Sigurbjörgu. Létum loksins verða af því. Svo keyptum við líka sitthvora hilluna fyirr hana og Karenu. Svo fór laugardagskvöldið og sunnudagurinn í að koma öllu fyrir og gera herbergin fín. Það er líka allt annað að sjá þau, herbergin sko. Sigurbjörg er alsæl með rúmið sitt. Svaf vel og lengi í gær. Það er fyrir öllu, að hún sé ánægð.
Jæja, það er að byrja fyrirlestur í Business Statistics svo ég ætla að kveða í bili. Bið að heilsa.
Stella
10.11.2008 | 20:53
Hæ!!!!!!!!!!!!
Hæ, þetta er Sigurbjörg, hvað seigist, ég seigi allt fínt.
Hvað er eiginlega að frétta frá íslandi, er krónan farin að styrkjast?
hvenær kemur eihver frá íslandi að heimsækja okkur? Ég sakkna allra vinkon u minna hvenær komið þið? Ég hlakka svo GEÐVEIGT til jólana . Ég er
eða öllru heldur með hálsbólgu og er að drepast í hálsinum. Pétur Geir þarf að fara í aðgerð útaf því að það þarf að taka úr honum hálskirtlana (aumingja hann). Hann fær sammt að borða eins mikin ís og hann getur þegar hún er búin í aðgerðini.
Ok sakkna ykkar allra og vona að eihver muni koma í heimsókna en ættla að hætta að skrifa útaf því að ég þarf að fara bráðum að og er orðin þreytt. love you all
KV: Sigurbjörg
9.11.2008 | 16:35
Fuglaflensan í Pétri Geir
Ástandið er nú heldur en ekki óskemmtilegt þessa dagana, 80% heimilisfólksins er sjúkt. Það er þessi leiðindar hálsbólga, hiti og beinverkir sem er búið að vera hér síðustu daga. Það er ekki alveg á hreinu hver kom með þetta fyrst en Sigurbjörg veiktist síðust. Þessi hálsbólga er búin að vera að grassa í krökkunum alla seinustu viku en svo á föstudagskvöld þá fékk Pétur Geir rosalegan hita og mikla beinverki. Eða eins og hann sjálfur segir; ,,ég var afskaplega veikur". Hann var með svo mikinn hita að ég hefði getq steikt egg á honum. Hann var auðvitað alveg afskaplega viss um það að hann væri kominn með fuglaflensuna og þegar fiður fór að vaxa á höfðinu á honum þá vöru afskaplega miklir líkur á því
. Hann er svo dramatískur greyið. En öllu gamni slepptu þá leið honum afskaplega illa. Arnþór veiktist á fimmtudag og er ennþá slæmur í hálsinum, auðvitað er ég líka með hálsbólgu og svo Sigurbjörg sem var mjög veik þegar hún kom frá vinkonu sinni á laugardagsmorgun, en hún hafði gist þar um nóttina. Svo sú eina sem er við hesta heislu er Karen Guðlaug. Það er að segja fyrir utan þett Goth dæmi hjá henni. Er ekki myndin af henni flott? Við Arnþór erum alveg á því að ef hún (þegar) hún fer í unglingauppreisnina þá sé þetta lookið hennar. Þetta er svo náttúrulegt hjá henni að vera svona svört. Reyndar var hún að fara í búningaafmæli. En hver veit????
Það er svosem ekki mikið annað að frétta frá okkur. Ég hef reyndar verið að hugsa um að skrifa vel valin orð til vissra aðila en ég ákvað að sleppa því. Ég tel mig bara vera meiri manneskju fyrir vikið.
Dísa, það er alveg sjálfsagt að kaupa fyrir þig í HM. Ég er ákveðin í því að senda þér svona ullarsamfellur sem eru alveg frábærar en þar sem ég veit ekki hvort þær ættu að vera bleikar eða bláar þá færðu þær ekki fyrr en krílið er fædd. Svo geturðu alltaf komið út og verslað, ekki málið.
Gengið getur ekki alltaf verið svona hátt en hvenær það lagast, það veit enginn.
Annars er ég loksins búin að fá tíma á lungnadeildinni á sjúkrahúsinu í Árósum. Ég fæ ekki tíma fyrr en 15 janúar. Svo þanngað til verð ég að vera á þessum astmalyfjum sem ég er á, þrátt fyrir að þau séu nú ekki að hjálpa mér alveg. En svona er nú þetta bara. Ég lifi bara við það .
Jæja, ég ætla að halda áfram að læra og elda. Biðjum að heilsa öllum sem lesa þetta.
Stella
6.11.2008 | 17:01
Samkvæmislíf á fullu.
Það er nú ekki mikið að frétta frá Danaveldi þessa dagana, nema það að við erum alveg óskaplega ódugleg að skrifa á bloggið. En betra er sjaldan en aldrei. Svo, það er búið að vera mikið að gera hjá okkur öllum undanfarið. Hjá Karenu er það hvert afmælið á eftir öðru, eitt seinustuhelgi, eitt á morgun og annað næstu helgi. Sigurbjörg var á skautum seinustu helgi og er núna að fara í Ungdomsklupp, þar sem stelpur úr 6 og 7 bekk koma saman til að skemmta sér, borða saman, snyrta sig og tala um stráka. Og Pétur Geir var í Halloween partýi seinasta föstudag og skemmti sér konunglega og við Arnþór vorum í afmæli seinasta laugardag. Svo fullt af öllu.
Afmælið sem við Arnþór fórum í var mjög alþjóðlegt, þar voru danir, mexikanar, litháar og íslendingar, bara virkilega skemmtilegt. Svo á mánudag komu Steinunn og Hallur í heimsókn og við borðuðum saman. Það var virkilega gaman. Þau verða í forsvari fyrir unglingaklúbb hjá íslendingafélaginu í Horsens sem er verið að koma á lagirnar. Við ætlum að láta krakkana fara, alla vega til að leyfa þeim að sjá og athuga hvernig þeim líkar.
Við ætlum loksins að láta af því að fara og kaupa rúm handa Sigurbjörgu um helgina. Það er sko löngu overdue en svona er námsmannalíf, það er ekki alltaf hægt að gera allt sem maður vill þegar maður vill.
Reyndar munum við fara aftur í kirkju um helgina. Við erum farin að gera það frekar reglulega. Ekki það að við séum orðin svona trúuð heldur er frumburðurinn að fara að fermast næsta sumar. Já, hann verður fermdur um sumar, ja allavega er komið sumar hér þá. Við tókum þá ákvörðun að láta ferma hann hérna úti, þau munu öll fermast á þessum þremur árum sem við verðum hérna og það er ekki ódýrt að fara með fimm manna fjölskyldu til Íslands hvað þá á hverju ári svo ákveðið var að ferma þau öll hérna úti. Það verður sama að ganga yfir þau öll. Pétur Geir mun fermast 10. maí 2009, kl 9:00. Svo það munu sko allir vakna ROSALEGA snemma, en það er ekki fyrr en eftir sex mánuði. En hann verður að fara í kirkju alla vega 10 sinnum og læra auðvitað bæði faðir vorið og trúarjátninguna á dönsku. Við erum einu sinni búin að fara öll saman í kirkju og þá voru tvær skírnir í messunni. Það var svolítið gaman en stelpurnar báðust undan því að fara aftur fyrr en þær fermdust sjálfa. Þeim fannst þetta ekki svo skemmtilegt, svo þær munu ekki þurfa að fara aftur á næstunni. En við Arnþór munum bara skiptast á að fara með strákinn.
Jæja, það er best að koma sér að elda. Svo þetta er nóg í bili. Við biðjum að heilsa ykkur sem lesa þetta og vonum að þið hafið það sem best þrátt fyrir þessa miklu erfiðleika sem eru í gangi núna.
Stella
Um bloggið
Arnþór, Stella og Börn í Danmörku
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar