Skóli og aðgerð.

Sæl öll sömul.  Ég nenni nú varla að gera þetta en það er ekkert annað sem ég nenni að gera heldur svo það er betra að gera þetta en ekki neitt.  Svo best að birta nokkrar fjölskyldufréttir.

Ég er byrjuð í skólanum aftur og það er bara alveg ágætt.  Það er nú ekki byrjað á fullu, svona ein til tvær kennslustundir á dag.  En fer fjölgandi strax í byrjun næsta mánaðar.  Annars er hver kennslustund 1 klukkustund og 40 mínútur.

Arnþór er núna búinn á námskeiðinu og kominn í tveggja vikna frí.  Sem hendar mjög vel núna þar sem Pétur Geir fer vonandi í aðgerðina á föstudag.  Hann, Pétur Geir, er núna búinn að vera hás í tvær vikur.  Með bólgna hálskirtla og enga rödd.  Þetta er alveg rosalegt að vera svona og fara alltaf versnandi.  Hann hefur ekki verið svona lengi í einu áður en eins og ég sagði þá versnar þetta alltaf.  Hann fer upp á spítala á fimmtudag í undirbúning og svo á aðgerðin að vera á föstudag.  Það er að segja ef læknirinn hættir ekki við aftur.  Nei hann gerir það ekki, ekki núna.  Strákurinn er búinn að vera það slæmur að það er ekki hægt að bíða með þetta lengur.  Svo næstu tvær vikurnar þar á eftir verða skemmtilegar eða þannig.  Seinast þegar þeir fóru á spítlana, Arnþór og Pétur Geir, þá sagði læknirinn að þetta yrði mjög vond í svona tvær vikur eftir aðgerðina.  Ég vona að það séu einhverjar ýkjur.  Annars er Arnþór heima fyrstu vikuna og viku tvö þá eru krakkarnir komnir í vetrarfrí svo stelpurnar verða að sjá um hann meðan við erum í skólanum.  Það á eftir að verða sögulegt.  Nei, það verður allt í lagi held ég.  Sáum bara til.

Annars er mest lítið að frétta, lífið gengur Maður vaknar, fer í skólann, heim, eldar kvöldmat og fer að sofa og svo byrjar allt aftur.  Það er bara ágætis veður hérna.  Við erum búin að vera að bíða eftir vetrinum en hann virðist ekki koma.  Alla vega ekki svona VETUR.  Það var smá kuldi í nokkra daga og frost nokkrum sinnum en ekkert af viti.  En rakinn er svolítið skrítinn.  Það er að segja okkur finnst það.  Við erum náttúrulega ekki von svona neinu.  En það er nú samt ekki eins kald og við áttum von á.  Það er einu sinni búinn að snjóa hjá okkur.  Reyndar var það nú varla snjór, það féll svona smá fönn.  Svona um það bil 1 cm.  Kannski tveir.  En ekki meira. 

Kerti eru reyndar alveg lífsnauðsynleg hérna.  Við kveikjum á kertum á hverjum degi og um allt hús.  Það hitar svo vel upp að kveikja á kertum.  Sérstaklega er það hugulegt hérna í stofunni.  Svo kertanotkun er mikil.  Reyndar keypti ég mér svona úti-kertaljósa-ker.  Það er svo sætt.  Það kom í Nettó um jólinn en ég tímti ekki að kaupa það fyrir 200 kr.  En svo var það komið í 75 kr. um daginn svo ég ákvað að skella mér á það.  Það er svo sætt.  Ég set bara venjuleg kerti í það og það logar í hvaða veðri sem er.  Ég setti fugl og köngla í það líka og ég er bara mjög ánægð með það.  Kannski ætti ég bara að taka mynd og setja inn?  ´Já, geri það.  Ég þarf líka að setja myndir af börnunum inn.  Svo ég held ég skelli mér bara í það.

Bið að heilsa öllum og hafið það sem best.

Stella 


Pétur Geir verður 14 ára á morgun.

Já, strákurinn er að verða 14 ára.  Svo fyrir nákvæmlega 14 árum var ég mjög upptekin við að þjást.  Ekki að það hafi ekki verið þess virði, en ótrúlegt hvað tíminn er fljóttur að líða. 

Við ætluðum að fara til Þýskalands og fá Fara á Supway.  Það er nefnilega ekkert Supway í Danmörku.  Sema er í sjálfu sér glæpur vegna þess að það er Supway í Afganistan og Írak en ekki í Danmörku, come on.  En aftur að afmælinu hans Péturs Geirs, við ætluðum sem sé til Þýskalands og fá okkur Sup og skoða Flensburg og fara svo og fá okkur pizzu í kvöld mat.  En elsku stóri drengurinn minn er veikur.  Ja, veikur og ekki veikur, hann er búinn að vera með hálsbólgu og hás alla vikuna.  Hann getur varla talað.  Síðan hætt var við að skera hann hefur hann verið svona alla vega 8-10 sinnum í 1-3 daga í senn.  Hann hefur ekki verið svona lengi svona mikið slæmur.  Svo ég vona að hann verði svona þar til á mánudag þegar hann kemst til læknis.  Það er ekki til neins að fara til læknis ef hann er ekki lengur slæmur í hálsinum og mállaus.

En þar sem hann er veikur verðum við að breyta planinu.  Við ætlum þess vegna að kaupa rif og grilla heima og spila og eiga góðan dag saman.  Það er ekki en búið að kaupa afmælisgjöfina hans, en það er í vinnslu.  Hann færi bara einn pakka frá okkur á morgun og einn frá Hrönn og Friðleifi og svo ekki meir.  En hann verður ánægður þegar hann loksins fær afmælisgjöfina.  Ég ætla ekki að segja hver hún er, hann stendur yfir mér nefnilega.  Hann ætlar sko ekki að fara að sofa fyrr en afmælisdagurinn hans er kominn og 14 ár síðan hann fæddist.  Hann fæddist nefnilega 24 mínútur yfir 12.  Svo það eru núna bara 6 mínútur þanngað til.  Svo tæknilega á hann afmæli núna.  Best að óska honum til hamingju og knúsa hann.

Búin að knúsa hann.

Jæja, Arnþór er að kalla.  Hann var að raka á sér hausinn og vill að ég leggi loka höndina á það.  Geri það fínt.  Svo bless í bili.

Stella


bloggi bloggi bloggi blogg

Jæja, þá er ég búinn í prófum, fékk 7 (sama og 8 á Íslandi) sem ég er sæmilega sáttur við svona miðað við allt saman.  Stella var í stærðfræðiprófi núna rétt áðan og gekk að hennar sögn "skít-sæmilega".  Núna er ekkert tölvuvesen lengur hjá henni og hún á bara eitt próf eftir, sem er á mánudaginn.  Þegar það er búið, verður hægt að slaka aðeins á.  Reyndar var þetta mjög þægilegt hjá mér, ég þurfti aðeins að segja frá verkefninu mínu, svara spurningum í 10 mínútum og halda "coolinu".  Þetta gekk eftir og ég var mjög kátur að hafa náð að klára þetta.

Við Stella skruppum til Þýskalands einn morguninn og versluðum aðeins inn og spöruðum okkur hellings pening með þessari ferð.  Það má segja að með því að kaupa 4-5 bjórkassa, þá sé ferðin búin að borga sig upp.  Sem dæmi má nefna að 3 kippur (18 flöskur) af pepsí max kosta 80 dkr í þýskalandi en hér fær maður ekki nema 4 flöskur fyrir sama verð.  14 flöskur í plús!!!  Alltaf að græða.

Krökkunum gengur ágætlega í skólanum en Pétur Geir er stundum að fá í hálsinn, vonandi fer þetta að verða búið.  Fyrr í haust átti að rífa hálskirtlana úr honum en læknirinn vildi bíða og sjá til hvort hann yrði ekki betri.  Mér finnst hann hafa verið nokkuð oft slæmur í hálsinum en það er vonandi að minnka.  Stelpurnar eru bara á fínu róli og það er varla nokkuð meira um það að segja.

Jæja, nú þarf ég að fara að finna stað þar sem ég get látið smyrja bílinn...einhvern ódýran og góðan.  Ekki veitir af að spara í kreppunni.  Nú hefur kólnað svolítið, oft talsvert frost á nóttunni þannig að ég hef þurft að grípa til sköfunnar.  Síðan hefur það verið svolítið lotterí hvort bíllin fari í gang þar sem rafgeymirinn er ekki alveg í besta formi.  En það stendur til bóta.  Ég hef nú samt getað reddað mér með hleðslutæki og hengt það á geyminn þegar frostið hefur verið sem mest.

En þegar öllu er á botninn hvolft, þá líður okkur ákaflega vel hérna, krakkarnir eru ánægð, sakna að vísu fólksins á Íslandi, en ánægð og við stefnum bara ótrauð áfram.


Nýtt ár og fyrsta prófið búið.

Hi hi alle samen.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gaman og gott.

Jæja, þá er fyrsta prófið mitt búið og tvö eftir.  En það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig.  Sko svona var þetta:

Tölvan mín dó í lok nóvember svo við vorum nauðbeygð að kaupa nýja tölvu.  Nú allt í lagi með það.  Keyptum acer í þetta skiptið með 4 GB RAM og 320 GB minni.  Svo ágætis tölva fyrir það sem ég þarf að nota hana í.  Ok, en auðvitað keyptum við ekki Office pakkan, en það fylgdi 30 daga reynslutími á pakkanum.  Það eru bara tvær vikur síðan við keyptum tölvuna, svo ekki var ég með neinar áhyggjur ekki einu sinni pælingar.  Ok, svo mætti ég í prófið í morgun, JÁ, á laugardegi af öllum dögum.  En hvað um það, í prófið mætti ég.  Og bara svo þið vitið, þá var þetta próf í Cost, Operations and Supply Chain Management, Viðskiptaútreikningur, nota þarf Excel í þessu prófi.  (Ég er rosalega lengi að koma mér að efninu, en...).  Prófið fór fram í aðalsal skólans, svona um 200 manns þar að taka próf og ég fór fremst, svo ég mundi ekki truflast af öðrum.  Ok, starta tölvunni og set af stað Excel, og viti menn, það var læst.  Já, það var ekk hægt að vinna á excel.  Því það var læst.  Ég panikaði algjörlega, vera með nýja tölvu og geta ekkert gert.  Ég held jafn vel að ég gæti ekki tekið prófið en kallaði samt á eftirlitsmanneskju, sem kallaði á IT specialist, tæknomann og ég fékk nýja tölvu.      En það tók nú samt soldinn tíma, um 40 mínútur svo þar af leiðandi náði ég ekki að klára prófið.  En það sem ég gerði gerði ég vel, auðvitað.  Svo þetta rettaðist nú allt saman, en vá hvað þetta var óþægilegt og rosaleg upplifun.

En Arnþór er búinn að setja inn nýjann Office pakka svo þetta á nú ekki að koma fyrir aftur.

Jæja, hvað annað?  Ég finn aldrei réttu merkin á þessari tölvu.  En nóg um tölvuna mína, nýju.Grin

Svo núna sit ég fyrir framan tölvu og sjónvarp, á laugardagskvöldi, með hvítvínsflösku og ekkert snack og slappa af fyrir næstu törn.  Stærðfræðipróf næsta föstudag, og rosaleg stærðfræði.  En það er bara að leggjast í bækurnar, bókina reyndar, og lesa yfir sig, af stærðfræði.  Það verður örugglega alveg rosalega gaman.

Reyndar áttum við alveg ágætis gamlárskvöld.  Danir kunna alveg að sprengja flugelda.  Og flugeldar eru margfalt ódýrari hér en á Íslandi.  Svo krakkarnir fengu sitthvorn pakkan og svo var keyptur einn stór og allir sprengdu villt og galið.  Það er meira að segja afgangur. 

Annars hafa það allir gott, nema Pétur Geir sem er enn einu sinni búinn að missa röddina.  En lagast dag frá degi.  Sigurbjörg var líka eitthvað slöpp í gær en fín í dag og Karen er alltaf jafn hraust.   

Nóg í bili. 

Bestu kveðjur,

Stella

 


Um bloggið

Arnþór, Stella og Börn í Danmörku

Höfundur

Stella, Arnþór og Börn
Stella, Arnþór og Börn
Við erum að flytja til Danmerkur þar sem við Arnþór erum að fara í nám. Þetta er svo fjölskyldan á Íslandi geti fylgst með því sem er að gerast hjá okkur

Bloggvinir

Jan. 2009
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • CIMG7154
  • CIMG7153
  • CIMG7171
  • CIMG7148
  • CIMG7146

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband